fbpx
Þriðjudagur 08.júlí 2025
433Sport

Þrátt fyrir tíu mánaða bannið þá má Tonali spila á morgun

Hörður Snævar Jónsson
Föstudaginn 27. október 2023 10:30

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sandro Tonali má spila með Newcastle um helgina þegar liðið mætir Wolves þrátt fyrir að búið sé að dæma hann í tíu mánaða bann fyrir brot á veðmálareglum.

Tonali var dæmdur af yfirvöldum á Ítalíu en Newcastle hefur ekki fengið dóminn í sínar hendur og FIFA og UEFA eiga eftir að staðfesta hann.

„Við höfum ekki fengið staðfestinguna, við höfum ekkert heyrt frá yfirvöldum á Ítalíu. Það eru góðar líkur á að hann geti spilað,“
segir Eddie Howe stjóri Newcastle.

Tonali var keyptur til Newcastle frá AC Milan á 52 milljónir punda í sumar en veðmálin lagði hann á Ítalíu.

„Þú sást gegn Dortmund að hann spilaði vel, hann hefur æft vel. Ég dæmi hann bara út frá því, hann hefur verið góður á æfingasvæðinu.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Ten Hag gæti selt sama leikmann og hann gerði hjá United

Ten Hag gæti selt sama leikmann og hann gerði hjá United
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Goðsögn Arsenal hafnaði Vardy

Goðsögn Arsenal hafnaði Vardy
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Hefur engan áhuga á því að fara frá United í sumar

Hefur engan áhuga á því að fara frá United í sumar
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Fimm sem gætu tekið við starfi Þorsteins í Laugardalnum

Fimm sem gætu tekið við starfi Þorsteins í Laugardalnum