fbpx
Fimmtudagur 03.júlí 2025
Pressan

Dæmi um að börn komi í skólann með falskt nesti

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 12. nóvember 2019 07:02

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Dæmi eru um að börn komi með krumpaðar matarumbúðir í nestisboxum sínum í skólann til að leyna því að fjölskyldur þeirra búa við þröngan kost og hafa ekki efni á að senda þau með nesti í skólann.

„Nesti? Aldrei. Mamma sendi okkur bara með krumpaðan bökunarpappír svo það liti út fyrir að við værum með nesti.“

Þetta er haft eftir „Agnesi“, nú 19 ára, í nýrri skýrslu frá norsku góðgerðarsamtökunum Kirkens Bymisjon. Norska ríkisútvarpið skýrir frá þessu og hefur eftir Adelheid Firing Hvambsal, aðalritara samtakanna, að fyrir mörg börn sé það fullt starf að leyna því að foreldrar þeirra séu fátækir.

Í skýrslunni kemur fram að mörg börn og ungmenni í Noregi búa við mjög þröngan kost. Mörg börn fara svöng í rúmið á kvöldin og margar fjölskyldur hafa ekki efni á að kaupa föt.

Um 100.000 börn alast upp í fátækum fjölskyldum í Noregi. Þar sem ástandið er verst, til dæmis Drammen og Osló, á þetta við um fimmta hvert barn. Barnafátækt hefur vaxið að umfangi í Noregi á undanförnum 20 árum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Mörg þúsund Norðmenn fengu skilaboð fyrir mistök um milljónavinning í Lottó

Mörg þúsund Norðmenn fengu skilaboð fyrir mistök um milljónavinning í Lottó
Pressan
Í gær

Flugfreyja segir að flugáhafnir stundi kynlíf í flugstjórnarklefanum – „Vélin er á sjálfstýringu“

Flugfreyja segir að flugáhafnir stundi kynlíf í flugstjórnarklefanum – „Vélin er á sjálfstýringu“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Borðaðu spergilkál og hreinsaðu heilann

Borðaðu spergilkál og hreinsaðu heilann
Pressan
Fyrir 3 dögum

Þess vegna á aldrei að grilla kjöt um leið og það er tekið úr ísskápnum

Þess vegna á aldrei að grilla kjöt um leið og það er tekið úr ísskápnum
Pressan
Fyrir 4 dögum

92 ára gamall maður ákærður fyrir glæp sem var framinn fyrir 58 árum

92 ára gamall maður ákærður fyrir glæp sem var framinn fyrir 58 árum
Pressan
Fyrir 4 dögum

Þóttist vera sádiarabískur prins í 30 ár – Beikon varð honum að falli

Þóttist vera sádiarabískur prins í 30 ár – Beikon varð honum að falli