fbpx
Föstudagur 17.október 2025
433Sport

Solskjær tjáir sig um mál Alexis og allar sögurnar: „Hann vill vera hluti af þessu hérna“

Hörður Snævar Jónsson
Föstudaginn 16. ágúst 2019 09:21

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fréttir um að Ole Gunnar Solskjær sé að reyna að bola Alexis Sanchez út úr félaginu, eru rangar. Hann telur að hann muni slá í gegn hjá félaginu.

Sanchez hefur upplifað erfitt eitt og hálft ár, sóknarmaðurinn er að koma sér í form eftir að hafa verið lengur í fríi en aðrir, eftir þáttöku í Suður-Ameríkubikarnum.

,,Alexis er svakalegur atvinnumaður, hann kemur inn á hverjum degi. Hann leggur mikið á sig, hann vill vera hluti af þessu hérna,“ sagði Solskjær.

Sögur um að Solskjær hafi hótað honum að hann færi í varaliðið, ef hann myndi ekki finna sér nýtt lið.

,,Þessar sögur um að hann færi í varaliðið, auðvitað ekki. Hann er hluti af okkar hóp og er mjög góður leikmaður. Hann er nokkrum vikum á eftir öðrum en samt mjög nálægt því að vera hluti af þessu.“

,,Við erum ekki með stóran hóp sóknarmanna og Alexis gæti spilað miklu meira en ykkur grunar, við teljum að hann verði góður fyrir félagið. Hann hefur hæfileika.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Gríðarlegt áfall fyrir Chelsea

Gríðarlegt áfall fyrir Chelsea
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Selur húsið sitt – Leigjandi frá helvíti bjó til næturklúbb þar og borgaði ekki leigu

Selur húsið sitt – Leigjandi frá helvíti bjó til næturklúbb þar og borgaði ekki leigu
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Sveinn Leó hættir sem aðstoðarþjálfari Þórs – Tekur Eiður Benedikt við starfinu?

Sveinn Leó hættir sem aðstoðarþjálfari Þórs – Tekur Eiður Benedikt við starfinu?
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Óvænt endurkoma – Englandsmeistari mætti til leiks með liði í níundu deild

Óvænt endurkoma – Englandsmeistari mætti til leiks með liði í níundu deild
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Sigurvin rifjar upp óborganlega sögu af Ásgeiri El – „Hann var bara á tillanum að sýna mér sveifluna“

Sigurvin rifjar upp óborganlega sögu af Ásgeiri El – „Hann var bara á tillanum að sýna mér sveifluna“
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Staðfest að Jóhann tekur við Þrótti af Ólafi Kristjánssyni

Staðfest að Jóhann tekur við Þrótti af Ólafi Kristjánssyni