fbpx
Laugardagur 15.nóvember 2025
433Sport

Fyrrum umboðsmaður unnustu Sancho hjólar í parið – „Þetta er allt þér að kenna“

Hörður Snævar Jónsson
Föstudaginn 17. október 2025 09:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Enska knattspyrnustjarnan Jadon Sancho og bandaríska rapparinn og söngkonan Saweetie hafa verið sökuð um að skulda pening samkvæmt færslum sem birtust á samfélagsmiðlum um helgina.

Fyrrverandi umboðsmaður Saweetie, Maybach Mayy, birti á Instagram fjölda myndir þar sem hún krefur söngkonuna, sem heitir réttu nafni Diamonté Harper um greiðslu fyrir meint vinnuframlög.

Samkvæmt Mayy greiddi Saweetie ekki fyrir viðburði á ferðalögum erlendis, þar á meðal í Afríku fyrr á þessu ári. Hún heldur því einnig fram að hún hafi verið sú sem kynnti Saweetie fyrir Sancho, sem hún kallar viðskiptavin.

„Ég fékk hana til að mæta á Stamford Bridge og styðja Chelsea, eins og sést í síðustu færslu minni,“ skrifaði Mayy.

„Í stað þess að greiða mér féll hún fyrir leikmanninum og sagði honum að borga mér ekki. Ég vann með henni, reddaði henni samningum, en hún greiddi aldrei, ég vil bara mitt fé.“

Sancho, 25 ára, og Saweetie, 32 ára, hafa verið saman í nokkra mánuði og hún sást meðal annars á leik Chelsea gegn Bournemouth í fyrra, þegar Sancho var á láni hjá Lundúnaliðinu.

Sancho hefur látið húðflúra nafnið „Diamonte“ undir eyrað sitt.

Í seinni færslu sneri Mayy sér beint að knattspyrnumanninum: „Sancho, þú færð ekki að sparka bolta í friði meðan þú skuldar mér. Þetta er allt þér að kenna,“ skrifaði hún.

Hvorki Sancho né Saweetie hafa tjáð sig opinberlega um málið.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Mætti meiddur og gefst upp á að reyna að ná næsta leik

Mætti meiddur og gefst upp á að reyna að ná næsta leik
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Undirbúa það að reisa styttu af Messi

Undirbúa það að reisa styttu af Messi
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Þvertekur fyrir fréttirnar af Toney – „Engin ástæða til þess að vera að ræða þessi mál“

Þvertekur fyrir fréttirnar af Toney – „Engin ástæða til þess að vera að ræða þessi mál“
433Sport
Í gær

Eigendur Liverpool hætta við kaup á stóru spænsku félagi

Eigendur Liverpool hætta við kaup á stóru spænsku félagi
433Sport
Í gær

Erfiðir tímar og þungar ásakanir styrktu hjónabandið

Erfiðir tímar og þungar ásakanir styrktu hjónabandið