fbpx
Mánudagur 17.nóvember 2025
433Sport

Vill ekki ala upp börnin sín á Englandi lengur – Segist ekki getað verið með úr eða síma á lofti í London

Hörður Snævar Jónsson
Fimmtudaginn 16. október 2025 17:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fyrrum úrvalsdeildarmaðurinn Jonjo Shelvey segir að óvænt skref sitt yfir í fótbolta í Sameinuðu arabísku furstadæmunum hafi ekki verið vegna peninga.

Shelvey, 33 ára, sem hefur áður leikið með liðum á borð við Liverpool, Newcastle og tyrknesku félögunum Rizespor og Eyupspor, gekk nýlega til liðs við lið í þriðju deild í Sameinuðu arabísku furstadæmunum. Hann segir ákvörðunina hafa verið tekin af bæði faglegum og persónulegum ástæðum.

„Fólk heldur að ég hafi farið hingað fyrir peningana,“ sagði hann í viðtali við BBC.

„En það er enginn peningur í þessari deild. Meðallaun leikmanna eru um 2.000 pund á mánuði, bróðir minn vinnur á hóteli í London og fær meira borgað.“

Shelvey segir að hann sé einfaldlega kominn á þann stað í lífinu að hann vilji njóta fótboltans og eyða meiri tíma með fjölskyldu sinni. „Ég er ánægður og sáttur. Ég vil bara vakna á morgnana og hafa gaman af því sem ég geri.“

Hann bætti við að hann vilji ekki að börnin hans alist upp í Englandi lengur. „Þú getur ekki gengið með úr eða verið með símann úti á götu í London lengur,“ sagði hann.

Ákvörðun Shelvey kemur á sama tíma og fleiri íþróttastjörnur flytja til Dubai. Þar á meðal eru Rio Ferdinand og Ronnie O’Sullivan, sem sækjast í meira öryggi og minni skatta.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Arnar Gunnlaugs ætlar að skoða hvað þurfi að laga – „Við failuðum á okkar markmiði“

Arnar Gunnlaugs ætlar að skoða hvað þurfi að laga – „Við failuðum á okkar markmiði“
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Þetta hafði þjóðin að segja yfir sjónvarpinu í kvöld – „Vantaði eldhúsvaskinn til að henda fram“

Þetta hafði þjóðin að segja yfir sjónvarpinu í kvöld – „Vantaði eldhúsvaskinn til að henda fram“
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Byrjunarlið Íslands gegn Úkraínu – Þrjár áhugaverðar breytingar og Hörður Björgvin byrjar

Byrjunarlið Íslands gegn Úkraínu – Þrjár áhugaverðar breytingar og Hörður Björgvin byrjar
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Ferguson tjáir sig um United og gengi liðsins – Hrósar sérstaklega einum leikmanni sem var keyptur í sumar

Ferguson tjáir sig um United og gengi liðsins – Hrósar sérstaklega einum leikmanni sem var keyptur í sumar