fbpx
Þriðjudagur 11.nóvember 2025
433Sport

Var fyrst grunaður um barnagirnd fyrir átta árum – Lögreglan taldi þá ekki tilefni til aðgerða

Hörður Snævar Jónsson
Föstudaginn 17. október 2025 10:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fyrrverandi enski knattspyrnudómarinn David Coote, sem nýverið játaði að hafa búið til klámfengna mynd af 15 ára dreng, hafði áður verið rannsakaður árið 2017 vegna sambærilegrar ásökunar en hreinsaður af sök.

Samkvæmt Telegraph hófst rannsóknin fyrir átta árum þegar starfsmaður dómarasamtakanna PGMO og fyrrverandi dómari tilkynnti Coote eftir að hafa heyrt um ásökunina frá þriðja aðila. Hann ræddi við Coote símleiðis og lét svo yfirmann sinn, Mike Riley, vita. Málinu var þá vísað áfram til enska knattspyrnusambandsins og lögreglu.

Getty Images

Lögreglan rannsakaði málið og komst að þeirri niðurstöðu að ekki væri tilefni til aðgerða eftir að sérfræðingur hafði skoðað viðkomandi mynd. Coote, sem þá var aðallega að dæma í Championship-deildinni og bjó í West Yorkshire, var tímabundið tekinn af dómaralista í ágúst 2017 en sneri aftur nokkrum vikum síðar. Að ári liðnu var hann kominn í úrvalsdeildina.

Árið 2023 dæmdi hann í úrslitum deildarbikarsins og var VAR-dómari á EM síðasta sumar.

Síðar sama ár birti The Sun myndbönd þar sem Coote sést gera óviðeigandi athugasemdir um Jürgen Klopp og þar sem hann virtist draga að sér hvítt duft í nefið. Í kjölfarið kom hann opinberlega fram sem samkynhneigður og sagðist hafa óttast að gera kynhneigð sína opinbera.

Í september síðastliðnum var hann svo ákærður af lögreglunni í Nottinghamshire eftir að alvarleg klámmynd af barni fannst á fartölvu hans. Coote, 43 ára, á yfir höfði sér allt að 10 ára fangelsisdóm.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 5 klukkutímum

Kennir leikmönnum Liverpool um erfiða byrjun Florian Wirtz

Kennir leikmönnum Liverpool um erfiða byrjun Florian Wirtz
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Ósætti á bak við tjöldin – Gæti fengið sparkið fljótlega

Ósætti á bak við tjöldin – Gæti fengið sparkið fljótlega
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Robertson opnar sig um hugsanleg endalok hjá Liverpool

Robertson opnar sig um hugsanleg endalok hjá Liverpool
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Arsenal biðlar til ensku úrvalsdeildarinnar

Arsenal biðlar til ensku úrvalsdeildarinnar
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Valtý heitt í hamsi og spyr hvort Íslendingar telji sig öðrum fremri – „Maður er búinn að heyra þessa skýringu allt of oft“

Valtý heitt í hamsi og spyr hvort Íslendingar telji sig öðrum fremri – „Maður er búinn að heyra þessa skýringu allt of oft“
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Ummæli hans um eiginkonu vinar síns rötuðu upp á yfirborðið – „Ég vissi af þessu“

Ummæli hans um eiginkonu vinar síns rötuðu upp á yfirborðið – „Ég vissi af þessu“
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

McTominay fundaði með yfirmönnunum og bað um leikmann Manchester United

McTominay fundaði með yfirmönnunum og bað um leikmann Manchester United
433Sport
Í gær

Er þetta arftaki Salah á Anfield?

Er þetta arftaki Salah á Anfield?
433Sport
Í gær

Staðfesta sorglegt andlát – Var þekkt nafn á svæðinu

Staðfesta sorglegt andlát – Var þekkt nafn á svæðinu