fbpx
Mánudagur 17.nóvember 2025
Fréttir

Rússar ljóstruðu óvart upp hernaðarleyndarmáli

Ritstjórn DV
Föstudaginn 17. október 2025 07:30

Vladimir Putin. Mynd: EPA

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Rússar opinberuðu óvart staðsetningu flugvallar sem notaður er til að fljúga sérútbúnum flugvélum sem ætlað er að granda úkraínskum drónum. Mistökin áttu sér stað í umfjöllun ríkismiðla í Rússlandi, þann 15. október síðastliðinn, þar sem stjórnvöld ætluðu að hreykja sér yfir „nýstárlegri“ notkun vélanna sem áður voru notaðar við þjálfun flugmanna.

Í umfjölluninni birtist myndskeið af flugvél af  gerðinni Yak-52 með raðnúmerið RA-1874G. Vélin tengist sérsveit sem kallast „Bars-Sarmat“ og hafði verið breytt til að henta í baráttunni gegn drónum en aðferðina lærðu Rússar af Úkraínumönnum og innleiddu hjá sér.

Myndefni sem sýnt var í útsendingunni leiddi til þess að Úkraínumenn gátu fundið nákvæma staðsetningu flugvélarinnar. Hún reyndist staðsett á Korsak-flugvellinum, litlum flugvelli nálægt þorpinu Pryazovske, um 20 kílómetra suðaustur af hernumdu borginni Melitopol.

Flugvöllurinn er aðeins um 80 kílómetrum frá víglínunni þar sem átökin halda enn áfram. Gervihnattamyndir sýna að flugbrautin hefur verið malbikuð upp á nýtt á tímabilinu 30. ágúst til 7. september, sem bendir til þess að Rússar noti flugvöllinn grimmt.

Klaufaskapur Rússa hefur vakið talsverða athygli í ljósi þess að rússnesk stjórnvöld hafa reynt að leyna staðsetningu minni herflugvalla sem notaðir eru til dróna- og gagnvirkra loftvarna.

Ljóst er að Úkraínumenn munu nýta sér þessar upplýsingar í baráttunni sinni gegn Rússum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Morgunblaðið talið hafa birt duldar auglýsingar þrátt fyrir að hafa ekki fengið greitt fyrir efnið

Morgunblaðið talið hafa birt duldar auglýsingar þrátt fyrir að hafa ekki fengið greitt fyrir efnið
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Vísir bregst við athugasemdum – Skiptir mynd af Snorra og syni hans út

Vísir bregst við athugasemdum – Skiptir mynd af Snorra og syni hans út
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Tölvupóstar Epstein um Trump setja allt í háaloft – „Donald er fokking klikkaður“

Tölvupóstar Epstein um Trump setja allt í háaloft – „Donald er fokking klikkaður“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Fasteignasali situr í súpunni vegna myglu

Fasteignasali situr í súpunni vegna myglu
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Ný rannsókn bendir til þess að Hitler hafi verið með örlim

Ný rannsókn bendir til þess að Hitler hafi verið með örlim
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Íslendingar lesa minna af bókum en áður en þó í næstum klukkutíma á dag

Íslendingar lesa minna af bókum en áður en þó í næstum klukkutíma á dag