fbpx
Sunnudagur 26.maí 2024
Fréttir

„Ég heyri barnið öskra undir rústunum“

38 látnir eftir skjálftann á Ítalíu í nótt.

Ritstjórn DV
Miðvikudaginn 24. ágúst 2016 13:10

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Ég heyri barnið öskra undir rústunum,“ er haft eftir ljósmyndaranum Emiliano Grillotti, sem er einn þeirra sem hefur tekið myndir á vettvangi á Ítalíu í dag.

Sífellt fleiri finnast látnir eftir öflugan jarðskjálfta sem varð á Ítalíu í nótt. Hann mældist 6,2 á Ricter og átti upptök sín á 10 kílómetra dýpi í 76 kílómetra akstursfjarlægð suðaustur af borginni Perugisa. Skjálftans var vart allt frá Bologna í norðri til Napoli í suðri. Hann stóð yfir í rúmar 20 sekúndur.

Tala látinna stendur nú í 38 en en um 150 manns er saknað. Grillotti sá um 15 manns grafa með berum höndum eftir fjölskyldu sem varð undir húsi sínu í skjálftanum. Hann heyrði annað barnið í fjölskyldunni öskra undir rústunum, á meðan björgunarmenn grófu eftir mætti.

Skjálftinn er sá stærsti á ítalíu síðan í apríl 2009, þegar skjálfti af stærðinni 6,3 reið yfir landið. Þá létust 296 auk þess sem þúsund særðust. Flest ef ekki öll fórnarlömbin búa í bæjum í fjallendi Lazio- og Marche-héraðs.

„Vegirnir inn og út úr bænum eru í sundur. Hálfur bærinn er horfinn. Það er fólk hérna undir rústunum. Það hafa verið aurskriður og við óttumst að brú hérna gæti hrunið,“ er haft eftir Sergio Pirozzi, bæjarstjóra í Amatrice.

Meðfylgjandi myndir voru teknar í morgun og í dag af ljósmyndurum EPA.

Um 150 er enn saknað.
Heil á húfi Um 150 er enn saknað.

Mynd: EPA

Mynd: EPA

Fólk er í losti eftir atburði næturinnar.
Þessi komust út Fólk er í losti eftir atburði næturinnar.

Mynd: EPA

Eins og sjá má er eyðileggingin mikil.
Hrunin hús Eins og sjá má er eyðileggingin mikil.

Mynd: EPA

Vegur fóru í sundur í skjálftanum. Það torveldar björgunarstarf.
Allt í rúst Vegur fóru í sundur í skjálftanum. Það torveldar björgunarstarf.

Mynd: EPA

Verkefnið er ærið.
Hjálparsveitir að störfum Verkefnið er ærið.

Mynd: EPA

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Elliði hrósar Óttari: „Skorið upp herör gegn persónulegum rógburði skautun, strámennsku og öðrum þeim plagsiðum“

Elliði hrósar Óttari: „Skorið upp herör gegn persónulegum rógburði skautun, strámennsku og öðrum þeim plagsiðum“
Fréttir
Í gær

Vara við fjárkúgun á netinu – „Það sem þeir sækjast eftir eru myndir af kynfærum eða ámóta myndefni“

Vara við fjárkúgun á netinu – „Það sem þeir sækjast eftir eru myndir af kynfærum eða ámóta myndefni“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Stórtíðindi í nýjustu skoðanakönnuninni – Halla Tómasdóttir komin í annað sæti

Stórtíðindi í nýjustu skoðanakönnuninni – Halla Tómasdóttir komin í annað sæti
Fréttir
Fyrir 2 dögum

„Algjör steypa“ að það sé glerbrot og hrossaskítur í neftóbaki

„Algjör steypa“ að það sé glerbrot og hrossaskítur í neftóbaki