fbpx
Föstudagur 17.október 2025
Pressan

Ræða heilbrigðisráðherra um sæði unglingsdrengja vekur athygli – „Foreldrar okkar eru ekki að eignast börn“

Pressan
Föstudaginn 17. október 2025 12:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Heilbrigðisráðherra Bandaríkjanna, Robert F. Kennedy Jr. hefur áhyggjur af getu, eða öllu heldur meintu getuleysi unglingsdrengja. Ráðherrann hélt því fullum fetum fram á dögunum, annars vegar að sæði unglingsdrengja hefði rýrnað um 50 prósent og hins vegar að kynhormómar þeirra, testósterón, hefði rýrnað svo mikið að það næmi nú að meðaltali helmingi þess sem við væri að búast hjá 65 ára gömlum karlmanni. Þetta væri að bitna á getu drengja til að fjölga sér.

Þetta kom fram á fundi ríkisstjórnarinnar þar sem þeir kynntu aðgerðir til að lækka kostnað við frjósemisaðstoð. Ráðherrann mismælti sig einnig hressilega þegar hann tilkynnti að „foreldrar okkar eru ekki að eignast börn“.

Þetta er ekki í fyrsta sinn sem hann fjallar um sæði unglingsdrengja. Í samtali við FO-fréttastofuna í apríl og á kosningafundum Trump á síðasta ári varaði hann við þessari meintu þróun og tengdi hana við litarefni í matvöru.

Ráðherrann hefur líka áhyggjur af stúlkum, en hann segir að stúlkur séu nú að hefja kynþroska sex árum fyrr en ella.

„Stúlkurnar okkar komast á kynþroskann sex árum fyrr en áður, og það er slæmt, en svo er það líka það að foreldrar okkar eru ekki að eignast börn. Foreldrar sem vilja eignast börn hafa ekki aðgengi. Ég á sjö börn. Mér finnst guð hafa blessað mig hvað það varðar og ég get ekki ímyndað mér hvernig lífið mitt hefði orðið ef ég hefði ekki notið þeirrar blessunar.“

Kennedy er ekki læknir og hefur ítrekað verið gagnrýndur fyrir að rangtúlka gögn og fyrir að trúa á hinar ýmsu samsæriskenningar sem vísindamenn hafna. Nýlega hélt hann því fram að einhverfi megi rekja til þess að mæður taki inn verkjalyf á meðgöngu, en læknar víða um heim hafa hafnað þeirri tengingu með öllu. Hvað varðar sæði unglinga þá eru rannsóknir misvísinda. Gæði og magn sæðis rýrnar með hækkandi aldri er eitthvað sem er almennt viðurkennt. Sumar rannsóknir hafa svo bent til þess að sæðismagn hafi rýrnað almennt í öllum aldursflokkum undanfarna áratugi, en aðrar rannsóknir gefa til kynna að engin breyting hafi átt sér stað.

Aðgerðirnar sem Trump og Kennedy kynntu hafa almennt valdið vonbrigðum. Trump hafði lofað því að verða frjósemisforseti Bandaríkjanna og ætlaði að gera tæknifrjóvgun gjaldfrjálsa fyrir þá sem slíkt þurfa. Þess í stað ætlar Trump að hvetja atvinnurekendur til að bjóða starfsmönnum sínum frjósemisfríðindi. Þetta yrði hluti af fríðindum í starfi. Þetta þýðir að það væri atvinnurekandinn sem ber kostnaðinn af þessu. Eins hefur ríkisstjórnin samið við fyrirtæki sem framleiðir frjósemislyf, EMD Serono, um verðlækkanir á sumum lyfjum í skiptum fyrir tilslakanir á innflutningstollum.

Ræða Kennedy vakti óhug hjá mörgum. Hann hefði getað rætt um frjósemisvanda án þess að tala um ólögráða unglinga. Eins er fólk að velta fyrir sér hvort og þá hvaða rannsóknir séu að fara fram á sæði drengja.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 3 dögum

Gekk á milli lækna en enginn vissi hvað var að – Fékk svarið þegar hann lýsti einkennunum fyrir gervigreindinni

Gekk á milli lækna en enginn vissi hvað var að – Fékk svarið þegar hann lýsti einkennunum fyrir gervigreindinni
Pressan
Fyrir 4 dögum

Svikakvendi sem rændi 40 milljónum af aldraðri konu sagt dveljast á Tenerife

Svikakvendi sem rændi 40 milljónum af aldraðri konu sagt dveljast á Tenerife
Pressan
Fyrir 5 dögum

Hjálpaði Ed Gein við leitina að Ted Bundy? – Sannleikurinn á bak við Skrímslið

Hjálpaði Ed Gein við leitina að Ted Bundy? – Sannleikurinn á bak við Skrímslið
Pressan
Fyrir 5 dögum

Gömul ritgerð eftir varnarmálaráðherra vekur athygli

Gömul ritgerð eftir varnarmálaráðherra vekur athygli