Heilbrigðisráðherra Bandaríkjanna, Robert F. Kennedy Jr. hefur áhyggjur af getu, eða öllu heldur meintu getuleysi unglingsdrengja. Ráðherrann hélt því fullum fetum fram á dögunum, annars vegar að sæði unglingsdrengja hefði rýrnað um 50 prósent og hins vegar að kynhormómar þeirra, testósterón, hefði rýrnað svo mikið að það næmi nú að meðaltali helmingi þess sem við væri að búast hjá 65 ára gömlum karlmanni. Þetta væri að bitna á getu drengja til að fjölga sér.
Þetta kom fram á fundi ríkisstjórnarinnar þar sem þeir kynntu aðgerðir til að lækka kostnað við frjósemisaðstoð. Ráðherrann mismælti sig einnig hressilega þegar hann tilkynnti að „foreldrar okkar eru ekki að eignast börn“.
Þetta er ekki í fyrsta sinn sem hann fjallar um sæði unglingsdrengja. Í samtali við FO-fréttastofuna í apríl og á kosningafundum Trump á síðasta ári varaði hann við þessari meintu þróun og tengdi hana við litarefni í matvöru.
Ráðherrann hefur líka áhyggjur af stúlkum, en hann segir að stúlkur séu nú að hefja kynþroska sex árum fyrr en ella.
„Stúlkurnar okkar komast á kynþroskann sex árum fyrr en áður, og það er slæmt, en svo er það líka það að foreldrar okkar eru ekki að eignast börn. Foreldrar sem vilja eignast börn hafa ekki aðgengi. Ég á sjö börn. Mér finnst guð hafa blessað mig hvað það varðar og ég get ekki ímyndað mér hvernig lífið mitt hefði orðið ef ég hefði ekki notið þeirrar blessunar.“
Kennedy er ekki læknir og hefur ítrekað verið gagnrýndur fyrir að rangtúlka gögn og fyrir að trúa á hinar ýmsu samsæriskenningar sem vísindamenn hafna. Nýlega hélt hann því fram að einhverfi megi rekja til þess að mæður taki inn verkjalyf á meðgöngu, en læknar víða um heim hafa hafnað þeirri tengingu með öllu. Hvað varðar sæði unglinga þá eru rannsóknir misvísinda. Gæði og magn sæðis rýrnar með hækkandi aldri er eitthvað sem er almennt viðurkennt. Sumar rannsóknir hafa svo bent til þess að sæðismagn hafi rýrnað almennt í öllum aldursflokkum undanfarna áratugi, en aðrar rannsóknir gefa til kynna að engin breyting hafi átt sér stað.
Aðgerðirnar sem Trump og Kennedy kynntu hafa almennt valdið vonbrigðum. Trump hafði lofað því að verða frjósemisforseti Bandaríkjanna og ætlaði að gera tæknifrjóvgun gjaldfrjálsa fyrir þá sem slíkt þurfa. Þess í stað ætlar Trump að hvetja atvinnurekendur til að bjóða starfsmönnum sínum frjósemisfríðindi. Þetta yrði hluti af fríðindum í starfi. Þetta þýðir að það væri atvinnurekandinn sem ber kostnaðinn af þessu. Eins hefur ríkisstjórnin samið við fyrirtæki sem framleiðir frjósemislyf, EMD Serono, um verðlækkanir á sumum lyfjum í skiptum fyrir tilslakanir á innflutningstollum.
Ræða Kennedy vakti óhug hjá mörgum. Hann hefði getað rætt um frjósemisvanda án þess að tala um ólögráða unglinga. Eins er fólk að velta fyrir sér hvort og þá hvaða rannsóknir séu að fara fram á sæði drengja.
There are many reasons for lower U.S. birth rates, including older first time parents, cost of living, lack of affordable childcare, and insufficient parental leave.
Instead of addressing these issues, RFK Jr. chooses to focus, somewhat unsettlingly, on teen boys’ sperm counts. https://t.co/4KsuoZ5UR9
— Dr. Michelle Au (@AuforGA) October 16, 2025
It appears that we are now moving away from stopping the spread of infectious disease and focusing on RFKJR’s favorite hobby… measuring teenage boy sperm. https://t.co/xIu8ncC12z pic.twitter.com/r2et5lx4lu
— Christopher A Blaine (@CBlaine72) October 17, 2025
RFK: „The average teenager in this country has 50% less sperm count, 50% of the testosterone of a 65 year old man, our girls are hitting puberty six years earlier… also, our parents aren’t having children“.
This, of course, isn’t backed up by any research. It’s also freaking… pic.twitter.com/F499gkCIOB
— Shits and Giggles (@internetfun2025) October 17, 2025
Cannot believe I just searched “teenage sperm count” on PubMed to confirm my suspicion that nowhere near enough adolescent semen research has occurred in any era to support this claim. Why is he always so weird about kids? https://t.co/Ag8XqIdzoi
— Dr. Angela Rasmussen (@angie_rasmussen) October 17, 2025