fbpx
Mánudagur 17.nóvember 2025
Pressan

Stakk móður sína til bana en orð lítils barns nísta hjartað

Pressan
Sunnudaginn 12. október 2025 21:30

Sarah Rister. Mynd: Lögreglan í Westminster.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sarah Riste, 37 ára kona í Westminster, Colorado, er grunuð um að hafa stungið 64 ára gamla móður sína til bana.

Riste sagði við lögreglu að hún og móðir hennar hafi rifist heiftarlega og hún hafi upp úr því náð í hníf inn í eldhús og stungið móður sína.

Atvikið átti sér stað rétt fyrir lok september en 2. október var Sarah ákærð fyrir morð að yfirlögðu ráði og situr hún nú í gæsluvarðhaldi.

Lögregla ræddi við Söru og barn hennar fyrir utan heimilið en inni fyrir fundu lögreglumenn móðurina látna undir stafla af teppum, en þannig virðist Sarah hafa búið um hana eftir morðið.

True Crime News greinir frá þessu en í frétt hjá Denver Post segir frá því að barn hafi verð með hinni grunuðu fyrir utan húsið, en ekki kemur fram kyn eða aldur barnsins. Sarah er sögð hafa hastað á barnið og sagt því að segja ekki orð. Barnið sagði hins vegar eitthvað á þessa leið við lögreglumennina:

„Mamma stakk ömmu, mamma þarf að fara í fangelsi, amma er dáin og nú hef ég engan.“

Í samtali við lögreglumenn á vettvangi sakaði Sarah látna móður sína um áralangt tilfinningalegt ofbeldi gegn sér. Þegar ofbeldið varð líkamlegt hafi hún síðan brugðist við með því að grípa til hnífsins.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 4 dögum

Unglingsstúlka sagðist ofsótt af konudraugi — Síðan fannst hauskúpa konu í Hello Kitty dúkku

Unglingsstúlka sagðist ofsótt af konudraugi — Síðan fannst hauskúpa konu í Hello Kitty dúkku
Pressan
Fyrir 4 dögum

Verður leiddur fyrir aftökusveit á föstudag: Sagður vera stórskemmdur eftir áfengis- og eiturlyfjanotkun móður hans

Verður leiddur fyrir aftökusveit á föstudag: Sagður vera stórskemmdur eftir áfengis- og eiturlyfjanotkun móður hans
Pressan
Fyrir 5 dögum

Varar við ferðalögum til vinsæls áfangastaðar eftir óhugnanleg dauðsföll

Varar við ferðalögum til vinsæls áfangastaðar eftir óhugnanleg dauðsföll
Pressan
Fyrir 5 dögum

Ákærður fyrir tvö morð – Segir dulkóðuð skilaboð kakkalakka hafa sagt sér að drepa

Ákærður fyrir tvö morð – Segir dulkóðuð skilaboð kakkalakka hafa sagt sér að drepa
Pressan
Fyrir 6 dögum

„Svörtu ekkjurnar“ í Rússlandi

„Svörtu ekkjurnar“ í Rússlandi
Pressan
Fyrir 6 dögum

Hrottaleg saga ungs pars skekur Texas- „Við leggjum af stað í dögun“

Hrottaleg saga ungs pars skekur Texas- „Við leggjum af stað í dögun“