fbpx
Mánudagur 17.nóvember 2025
Pressan

Tekinn af lífi eftir 20 ár á dauðadeild – Hélt fram sakleysi sínu allt til síðasta dags

Pressan
Miðvikudaginn 15. október 2025 11:30

Lance Shockley. Mynd/Amnesty International

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Lance Shockley, 48 ára fangi á dauðadeild í Missouri í Bandaríkjunum, var tekinn af lífi síðdegis í gær. Lance var dæmdur til dauða fyrir morð á lögreglumanni árið 2005.

Hann var úrskurðaður látinn í Bonne Terre-fangelsinu klukkan 18:13 að staðartíma eftir að banvænni lyfjablöndu var sprautað í hann.

Lance var ákærður fyrir að bana lögreglumanninum Carl Dewayne Graham Jr., en hélt fram sakleysi sínu allt til enda.

Hann var dæmdur fyrir að bíða klukkustundum saman nærri heimili lögreglumannsins í bænum Van Buren í Missouri. Þegar Carl kom heim til sín að loknum vinnudegi gekk hann að honum vopnaður riffli og skammbyssu og skaut hann til bana.

Verknaðinn framdi Lance eftir að Graham hóf rannsókn á honum vegna manndráps af gáleysi í tengslum við umferðarslys sem Lance var talinn bera ábyrgð á. Besti vinur Lance lést í umræddu slysi á sínum tíma.

Í gærmorgun fékk hann heimsókn í fangelsið frá dætrum sínum og gömlum vini. Síðasta máltíð hans samanstóð af þremur pökkum af hafragrauti, hnetusmjöri, vatni og tveimur íþróttadrykkjum.

Hæstiréttur Bandaríkjanna hafnaði síðustu áfrýjun hans í gærmorgun og ríkisstjóri Missouri, Mike Kehoe, synjaði beiðni hans um náðum. Í yfirlýsingu sagði Kehoe að ofbeldi gagnvart þeim sem hætta lífi sínu til að verja samfélagið verði aldrei liðið.

Í frétt AP kemur fram að verjendur Lance höfðu reynt að fá leyfi til DNA-rannsókna á gögnum sem fundust á vettvangi, en dómstólar höfnuðu beiðninni. Þeir héldu því fram að gögnin hefðu getað sýnt fram á sakleysi hans, þar sem engin bein sönnunargögn tengdu hann við morðið og vopnin sem notuð voru við morðið fundust aldrei.

Shockley er fyrsti fangi sem tekinn hefur verið af lífi í Missouri á þessu ári.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 4 dögum

Unglingsstúlka sagðist ofsótt af konudraugi — Síðan fannst hauskúpa konu í Hello Kitty dúkku

Unglingsstúlka sagðist ofsótt af konudraugi — Síðan fannst hauskúpa konu í Hello Kitty dúkku
Pressan
Fyrir 4 dögum

Verður leiddur fyrir aftökusveit á föstudag: Sagður vera stórskemmdur eftir áfengis- og eiturlyfjanotkun móður hans

Verður leiddur fyrir aftökusveit á föstudag: Sagður vera stórskemmdur eftir áfengis- og eiturlyfjanotkun móður hans
Pressan
Fyrir 5 dögum

Varar við ferðalögum til vinsæls áfangastaðar eftir óhugnanleg dauðsföll

Varar við ferðalögum til vinsæls áfangastaðar eftir óhugnanleg dauðsföll
Pressan
Fyrir 5 dögum

Ákærður fyrir tvö morð – Segir dulkóðuð skilaboð kakkalakka hafa sagt sér að drepa

Ákærður fyrir tvö morð – Segir dulkóðuð skilaboð kakkalakka hafa sagt sér að drepa
Pressan
Fyrir 6 dögum

„Svörtu ekkjurnar“ í Rússlandi

„Svörtu ekkjurnar“ í Rússlandi
Pressan
Fyrir 6 dögum

Hrottaleg saga ungs pars skekur Texas- „Við leggjum af stað í dögun“

Hrottaleg saga ungs pars skekur Texas- „Við leggjum af stað í dögun“