
Bandarískur þingmaður segist hafa orðið fyrir barðinu á óprúttnum aðilum sem hafi ætlað að valda honum skaða. Umræddur maður er Dave Taylor úr Repúblikanaflokknum en mynd sem var tekin á skrifstofu hans í þinghúsinu hefur vakið mikla athygli. Þar mátti sjá bandaríska fánann þar sem búið var að fella inn í hann hakakross. Myndin hefði líklega ekki getað komið á óheppilegri tíma, þar sem Politico afhjúpaði á dögunum einkaspjall ungra repúblikana sem varð tíðrætt um nasisma, gasklefa og Hitler.
Varaforseti Bandaríkjanna, JD Vance, hefur komið ungum repúblikönum til varna með því að vísa til þess að þetta sé húmorinn hjá krökkum í dag. Hins vegar er um að ræða spjall einstaklinga sem eru allir komnir á þrítugs- eða fertugsaldur. Meðal ummæla í spjallinu voru eftirfarandi:
Það hefði því getað komið á betri tíma fyrir Dave Taylor að mynd af hakakross á skrifstofu hans færi í dreifingu. Taylor vill engan veginn gangast við því að hann eða starfslið hans hafi hengt þennan fána upp. Hann sé klárlega að verða fyrir barðinu á skemmdarverki.
„Fjöldi skrifstofna þingmanna repúblikana hafa staðfest að hafa orðið fyrir barðinu á óþekktum hóp eða einstakling sem dreifði bandarískum fánum með svipuðu merki, sem til að byrja með virkuðu eins og venjulegur fáni. Skrifstofa mín var ein þeirra sem lentu í þessari aðför,“ sagði þingmaðurinn í yfirlýsingu til fjölmiðla en þegar miðlar gengu á eftir því að fá sönnunargögn um að fáninn hafi upprunalega litið út eins og venjulegur fáni, eða upplýsingar um aðra þingmenn sem lentu í þessu, þá var lítið um svör. Þingmaðurinn vill sem sagt meina að um sjónhverfingu hafi verið að ræða. Að fáninn hafi litið út fyrir að vera venjulegur en svo hafi eitthvað valdið því að hakakrossinn birtist eftir að hann var hengdur upp á skrifstofunni.
Taylor segist samt sannfærður um að enginn úr hans teymi hafi komið fánanum fyrir enda myndi ekkert þeirra gera slíkt. Fáninn hafi verið tekinn niður um leið og hakakrossinn uppgötvaðist. Taylor segist fordæma hatur í allri sinni mynd.
Myndin sem olli þessu fjaðrafoki er skjáskot sem var tekið úr myndsímtali við einn aðstoðarmann Taylor, en þar mátti sjá hakakrossinn í bakgrunni.
A friend in DC had a Zoom call with Congressman Dave Taylor’s office today…
Taylor’s legislative correspondent, Angelo Elia, had what can only be described as an American swastika flag prominently displayed in his background. pic.twitter.com/zFn3QowS0c
— The Rooster (@rooster_ohio) October 15, 2025