fbpx
Þriðjudagur 11.nóvember 2025
Pressan

Þingmaður Repúblikana reynir að afsaka hakakross sem sást á skrifstofu hans á óheppilegum tíma

Pressan
Föstudaginn 17. október 2025 17:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Bandarískur þingmaður segist hafa orðið fyrir barðinu á óprúttnum aðilum sem hafi ætlað að valda honum skaða. Umræddur maður er Dave Taylor úr Repúblikanaflokknum en mynd sem var tekin á skrifstofu hans í þinghúsinu hefur vakið mikla athygli. Þar mátti sjá bandaríska fánann þar sem búið var að fella inn í hann hakakross. Myndin hefði líklega ekki getað komið á óheppilegri tíma, þar sem Politico afhjúpaði á dögunum einkaspjall ungra repúblikana sem varð tíðrætt um nasisma, gasklefa og Hitler.

Varaforseti Bandaríkjanna, JD Vance, hefur komið ungum repúblikönum til varna með því að vísa til þess að þetta sé húmorinn hjá krökkum í dag. Hins vegar er um að ræða spjall einstaklinga sem eru allir komnir á þrítugs- eða fertugsaldur. Meðal ummæla í spjallinu voru eftirfarandi:

  • Þeir elska vatnsmelónufólkið [niðrandi vísun til svarts fólks]
  • Frábært. Ég elska Hitler.
  • Ef þessu spjalli yrði lekið værum við í vandræðum.
  • Ég færi í dýragarðinn ef ég vildi sjá apa leika sér með bolta [niðrandi vísun til litaðra íþróttamanna]
  • Allir sem kjósa nei fara í gasklefann.
  • „Þetta var nauðgun,“ skrifar einn og annar svarar: Snilld.

Það hefði því getað komið á betri tíma fyrir Dave Taylor að mynd af hakakross á skrifstofu hans færi í dreifingu. Taylor vill engan veginn gangast við því að hann eða starfslið hans hafi hengt þennan fána upp. Hann sé klárlega að verða fyrir barðinu á skemmdarverki.

„Fjöldi skrifstofna þingmanna repúblikana hafa staðfest að hafa orðið fyrir barðinu á óþekktum hóp eða einstakling sem dreifði bandarískum fánum með svipuðu merki, sem til að byrja með virkuðu eins og venjulegur fáni. Skrifstofa mín var ein þeirra sem lentu í þessari aðför,“ sagði þingmaðurinn í yfirlýsingu til fjölmiðla en þegar miðlar gengu á eftir því að fá sönnunargögn um að fáninn hafi upprunalega litið út eins og venjulegur fáni, eða upplýsingar um aðra þingmenn sem lentu í þessu, þá var lítið um svör. Þingmaðurinn vill sem sagt meina að um sjónhverfingu hafi verið að ræða. Að fáninn hafi litið út fyrir að vera venjulegur en svo hafi eitthvað valdið því að hakakrossinn birtist eftir að hann var hengdur upp á skrifstofunni.

Taylor segist samt sannfærður um að enginn úr hans teymi hafi komið fánanum fyrir enda myndi ekkert þeirra gera slíkt. Fáninn hafi verið tekinn niður um leið og hakakrossinn uppgötvaðist. Taylor segist fordæma hatur í allri sinni mynd.

Myndin sem olli þessu fjaðrafoki er skjáskot sem var tekið úr myndsímtali við einn aðstoðarmann Taylor, en þar mátti sjá hakakrossinn í bakgrunni.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

TikTok-stjarna tekin af lífi fyrir framan fjölskylduna sína

TikTok-stjarna tekin af lífi fyrir framan fjölskylduna sína
Pressan
Í gær

Vendingar í máli kennara sem var skotinn af sex ára nemanda sínum – Þetta fær hún í bætur

Vendingar í máli kennara sem var skotinn af sex ára nemanda sínum – Þetta fær hún í bætur
Pressan
Fyrir 2 dögum

„Systir mín er ómerkileg og gefur börnunum mínum hræðilegar gjafir“

„Systir mín er ómerkileg og gefur börnunum mínum hræðilegar gjafir“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Bandarískur þjálfari fann bestu matvöruna hérlendis

Bandarískur þjálfari fann bestu matvöruna hérlendis
Pressan
Fyrir 4 dögum

Sjúklegt athæfi miðaldra klámstjörnu – Sögð hafa afhöfðað barnsföður sinn í ótrúlegum tilgangi

Sjúklegt athæfi miðaldra klámstjörnu – Sögð hafa afhöfðað barnsföður sinn í ótrúlegum tilgangi
Pressan
Fyrir 4 dögum

Stjörnukokkur myrti fyrrverandi og börn þeirra á jóladag

Stjörnukokkur myrti fyrrverandi og börn þeirra á jóladag
Pressan
Fyrir 4 dögum

Faðir stúlkunnar fannst látinn – Skilaði sér ekki til afplánunar

Faðir stúlkunnar fannst látinn – Skilaði sér ekki til afplánunar
Pressan
Fyrir 5 dögum

Jóhann Karl fyrrum Spánarkonungur rifjar upp þegar hann drap 14 ára bróður sinn

Jóhann Karl fyrrum Spánarkonungur rifjar upp þegar hann drap 14 ára bróður sinn