fbpx
Mánudagur 10.nóvember 2025
Fréttir

Pentagon hjólar í nýja þætti á Netflix – „Woke-rusl“

Ritstjórn DV
Föstudaginn 17. október 2025 14:16

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Bandaríska varnarmálaráðuneytið, Pentagon, hefur harðlega gagnrýnt nýja Netflix-þáttaröð sem ber heitið Boots og lýst henni sem „woke rusli“ og hugmyndafræðilegum áróðri.

Þáttaröðin var frumsýnd 9. október síðastliðinn og segir frá ungum samkynhneigðum manni frá Louisiana sem gengur til liðs við bandaríska herinn á tíunda áratug síðustu aldar — þegar opinberlega samkynhneigðir hermenn voru ekki leyfðir í hernum.

Aðalhlutverk leika Miles Heizer og Vera Farmiga, og hefur serían verið meðal tíu vinsælustu titla Netflix frá frumsýningu. Hún hefur einnig fengið almennt mjög jákvæðar viðtökur gagnrýnenda.

Í svari við fyrirspurn Entertainment Weekly sendi Kingsley Wilson, upplýsingafulltrúi Pentagon, yfirlýsingu þar sem „pólitísk“ viðhorf sem sögð eru einkenna efni á Netflix voru gagnrýnd.

Í lauslegri þýðingu sagði Wilson meðal annars:

„Undir stjórn Trump forseta og varnarmálaráðherrans Pete Hegseth hefur bandaríski herinn snúið aftur til grunngilda stríðsmannshugsjónarinnar (e. warrior ethos). Við höfum há, samræmd og kynhlutlaus viðmið, því þyngd bakpokans eða mannslíkamans spyr ekki að því hvort þú sért karl, kona, samkynhneigður eða gagnkynhneigður.“

Wilson bætti við að bandaríski herinn muni ekki „fórna stöðlum sínum til að þóknast hugmyndafræðilegum þrýstingi,“ ólíkt Netflix sem hún sagði framleiða og fæða áhorfendur sína og börn þeirra á „woke-rusli“.

Í frétt New York Post kemur fram að þáttaröðin hafi verið frumsýnd skömmu eftir að Pete Hegseth, núverandi varnarmálaráðherra í stjórn Trumps, tilkynnti að strangari kröfur yrðu gerðar til hermanna. „Karlar í kjólum“ væru til að mynda ekki velkomnir, en allir hermenn þyrftu að standast „kröfur karla“ í líkamlegum prófum til að geta tekist á við aðstæður sem geta verið upp á líf og dauða.

Sami miðill greinir frá því að yfirlýsingar Hegseth og Wilson hafi vakið harða gagnrýni hjá sumum, sem telja þær merki um afturhvarf til úreltra viðhorfa um kyn og kynhneigð innan hersins.

Stuðningsmenn Hegseth hafa hins vegar fagnað yfirlýsingunum og bent á að markmiðið sé að endurreisa nauðsynlegan aga innan hersins eftir langan tíma sem þeir segja hafa verið gegnsýrðan af pólitískri rétthugsun.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Hæstaréttarlögmaður segir mál Karls Inga kalla á tiltekt

Hæstaréttarlögmaður segir mál Karls Inga kalla á tiltekt
Fréttir
Fyrir 2 dögum

„Ég held að þetta fyrirkomulag sé einstakt á heimsvísu. Við erum alltaf til staðar fyrir allt fólkið í landinu“

„Ég held að þetta fyrirkomulag sé einstakt á heimsvísu. Við erum alltaf til staðar fyrir allt fólkið í landinu“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Páll flutti til Noregs og ber saman lífsgæði þar og á Íslandi – „Við eigum pening um hver mánaðamót“

Páll flutti til Noregs og ber saman lífsgæði þar og á Íslandi – „Við eigum pening um hver mánaðamót“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Nova flytur á Broadway

Nova flytur á Broadway
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Nýtt kaupréttakerfi nær til alls starfsfólks Nova

Nýtt kaupréttakerfi nær til alls starfsfólks Nova
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Þingverðir sagðir hafa varnað því að fólk myndi gægjast inn um glugga – „Þetta þótti nokkuð óvenjuleg ráðstöfun“

Þingverðir sagðir hafa varnað því að fólk myndi gægjast inn um glugga – „Þetta þótti nokkuð óvenjuleg ráðstöfun“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

19 ára sjálfboðaliði kom miður sín heim eftir sölu á Neyðarkallinum: „Hver eru skilaboðin frá þessu aumkunarverða fólki til næstu kynslóðar?“

19 ára sjálfboðaliði kom miður sín heim eftir sölu á Neyðarkallinum: „Hver eru skilaboðin frá þessu aumkunarverða fólki til næstu kynslóðar?“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Kona úr Vogum sökuð um ofbeldi í garð sjúkraflutningamanns og lögreglumanna

Kona úr Vogum sökuð um ofbeldi í garð sjúkraflutningamanns og lögreglumanna