fbpx
Mánudagur 17.nóvember 2025
Pressan

Trump lét bólusetja sig aftur gegn COVID

Pressan
Mánudaginn 13. október 2025 12:54

Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Donald Trump Bandaríkjaforseti fór í heilsufarsskoðun hjá lækni sínum við Walter Reed-heilbrigðisstofnunina á föstudaginn. Þar var hann bólusettur gegn inflúensu og COVID-19.

Bólusetningin hefur komið nokkrum stuðningsmönnum forsetans á óvart enda hefur heilbrigðisráðherrann, Robert F. Kennedy, ekki farið leynt með óbeit sína á COVID-bólefninu. Árið 2021 kallaði Kennedy bóluefnið það „banvænasta sem framleitt hefur verið“.

Netverjar hafa vakið athygli á því að það sé undarlegt að frétta að forsetinn hafi farið í þessa bólusetningu á sama tíma og ráðherra hans er að takmarka aðgengi Bandaríkjamanna að bóluefni. Samsæriskenningar hafa sjaldan notið jafn mikilla vinsælda og nú svo að sjálfsögðu hafa komið fram kenningar um að bólusetningin sé pólitískt útspil. Trump sé klárlega að glíma við hrakandi heilsufar og þegar hann geti ekki falið það lengur fyrir kjósendum standi til að kenna bóluefninu um.

Læknir forsetans tók þó fram að hann væri við hestaheilsu. Ekki væri að sjá af hjarta hans að forsetinn væri 79 ára gamall heldur minnti frekar á einhvern sem sé 14 árum yngri.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 4 dögum

Unglingsstúlka sagðist ofsótt af konudraugi — Síðan fannst hauskúpa konu í Hello Kitty dúkku

Unglingsstúlka sagðist ofsótt af konudraugi — Síðan fannst hauskúpa konu í Hello Kitty dúkku
Pressan
Fyrir 4 dögum

Verður leiddur fyrir aftökusveit á föstudag: Sagður vera stórskemmdur eftir áfengis- og eiturlyfjanotkun móður hans

Verður leiddur fyrir aftökusveit á föstudag: Sagður vera stórskemmdur eftir áfengis- og eiturlyfjanotkun móður hans
Pressan
Fyrir 5 dögum

Varar við ferðalögum til vinsæls áfangastaðar eftir óhugnanleg dauðsföll

Varar við ferðalögum til vinsæls áfangastaðar eftir óhugnanleg dauðsföll
Pressan
Fyrir 5 dögum

Ákærður fyrir tvö morð – Segir dulkóðuð skilaboð kakkalakka hafa sagt sér að drepa

Ákærður fyrir tvö morð – Segir dulkóðuð skilaboð kakkalakka hafa sagt sér að drepa
Pressan
Fyrir 6 dögum

„Svörtu ekkjurnar“ í Rússlandi

„Svörtu ekkjurnar“ í Rússlandi
Pressan
Fyrir 6 dögum

Hrottaleg saga ungs pars skekur Texas- „Við leggjum af stað í dögun“

Hrottaleg saga ungs pars skekur Texas- „Við leggjum af stað í dögun“