fbpx
Mánudagur 17.nóvember 2025
Pressan

Mæðgur dóu eftir að hafa borðað afmælistertu – Lögregla vill handtaka manninn sem afhenti tertuna

Pressan
Miðvikudaginn 15. október 2025 17:00

Mæðgurnar Ana Maria og Larissa. Myndir: Facebook.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Mæðgurnar Ana Maria de Jesus, 52 ára gömul, og 21 árs dóttir hennar,  Larissa de Jesus Castilho, létust eftir að hafa borðað eitraða afmælistertu í sumar.

Atburðurinn átti sér stað í úthverfi Sao Paulo í Brasilíu. Þær Ana og Larissa veiktust hastarlega eftir að hafa borðað afmælistertu í júlímánuði. Þær voru fluttar á sjúkrahús þar sem þær létust skömmu síðar.

Málið hefur síðan þá verið í rannsókn lögreglu sem krefst handtökuskipunar á hendur manni að nafni Leonardo, sem talinn er hafa afhent mæðgunum tertuna. Hann er eiginmaður frænku Önu Mariu, sem heitir Patricia.

Efnasýni sem tekin voru í kjölfar andláts kvennanna leiddu í ljós að plágueyði (pesticide) var að finna í líkömum þeirra.

Samkvæmt fréttum Metro og fleiri fjölmiðla rannsakaði lögregla símtæki þeirra Patriciu og Leonardo. Kom í ljós að þau höfðu leitað að grunsamlegum upplýsingum á netinu, t.d. um hjartaáfall af völdum krampa og um eitrun af völdum hreinsiefnis.

Einnig leiddi rannsókn lögreglu í ljós að Ana Maria hafði reglulega lánað hjónunum peninga. Segir lögregla að fjárskuld gæti tengst dauða mæðginanna.

Lögregla hefur enn ekki fengið dómstól til að samþykkja handtöku á Leonardo en hann er undir smásjá lögreglu og er grunaður um aðild að láti kvennanna. Rannsókn málsins heldur áfram.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 4 dögum

Unglingsstúlka sagðist ofsótt af konudraugi — Síðan fannst hauskúpa konu í Hello Kitty dúkku

Unglingsstúlka sagðist ofsótt af konudraugi — Síðan fannst hauskúpa konu í Hello Kitty dúkku
Pressan
Fyrir 4 dögum

Verður leiddur fyrir aftökusveit á föstudag: Sagður vera stórskemmdur eftir áfengis- og eiturlyfjanotkun móður hans

Verður leiddur fyrir aftökusveit á föstudag: Sagður vera stórskemmdur eftir áfengis- og eiturlyfjanotkun móður hans
Pressan
Fyrir 5 dögum

Varar við ferðalögum til vinsæls áfangastaðar eftir óhugnanleg dauðsföll

Varar við ferðalögum til vinsæls áfangastaðar eftir óhugnanleg dauðsföll
Pressan
Fyrir 5 dögum

Ákærður fyrir tvö morð – Segir dulkóðuð skilaboð kakkalakka hafa sagt sér að drepa

Ákærður fyrir tvö morð – Segir dulkóðuð skilaboð kakkalakka hafa sagt sér að drepa
Pressan
Fyrir 6 dögum

„Svörtu ekkjurnar“ í Rússlandi

„Svörtu ekkjurnar“ í Rússlandi
Pressan
Fyrir 6 dögum

Hrottaleg saga ungs pars skekur Texas- „Við leggjum af stað í dögun“

Hrottaleg saga ungs pars skekur Texas- „Við leggjum af stað í dögun“