fbpx
Mánudagur 17.nóvember 2025
Pressan

Harmleikur þegar 500 þúsund býflugur drápust á einu bretti

Pressan
Mánudaginn 13. október 2025 06:30

Harold Stringer er í öngum sínum.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Harold Stringer, hollenskur býflugnabóndi, segir að áfallið hafi verið mikið þegar hann frétti að eldur hefði komið upp í garði þar sem hann hefur ræktað býflugur undanfarin ár.

Harold hefur lagt líf og sál í verkefnið en talið er að um 500 þúsund býflugur hafi drepist í eldsvoðanum. Það sem verra er þá leikur grunur á að brennuvargur hafi verið að verki.

Alls var um að ræða tíu bú og er talið að í hverju og einu hafi verið á milli 40 og 60 þúsund flugur.

Eldurinn kviknaði í Beatrix-garðinum svokallaða í miðbæ Almere í Hollandi og hefur lögreglan í borginni óskað eftir hugsanlegum vitnum að mannaferðum á svæðinu á þriðjudagskvöld í síðustu viku.

Hollensk yfirvöld segja að meira en helmingurinn af þeim 360 býflugnategundum sem finnast í Hollandi séu í útrýmingarhættu, en býflugur hafa átt undir högg að sækja á heimsvísu á undanförnum árum.

Stringer sagði í viðtali við hollenska fjölmiðla að lögregla hefði greint honum frá því að eldfimur vökvi hafi verið notaður til að kveikja eldinn.

Stringer hafði unnið að því í níu ár að rækta býflugurnar. Eldsvoðinn þýðir að hann þarf að byrja upp á nýtt og kveðst hann ætla að gera það.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 4 dögum

Unglingsstúlka sagðist ofsótt af konudraugi — Síðan fannst hauskúpa konu í Hello Kitty dúkku

Unglingsstúlka sagðist ofsótt af konudraugi — Síðan fannst hauskúpa konu í Hello Kitty dúkku
Pressan
Fyrir 4 dögum

Verður leiddur fyrir aftökusveit á föstudag: Sagður vera stórskemmdur eftir áfengis- og eiturlyfjanotkun móður hans

Verður leiddur fyrir aftökusveit á föstudag: Sagður vera stórskemmdur eftir áfengis- og eiturlyfjanotkun móður hans
Pressan
Fyrir 5 dögum

Varar við ferðalögum til vinsæls áfangastaðar eftir óhugnanleg dauðsföll

Varar við ferðalögum til vinsæls áfangastaðar eftir óhugnanleg dauðsföll
Pressan
Fyrir 5 dögum

Ákærður fyrir tvö morð – Segir dulkóðuð skilaboð kakkalakka hafa sagt sér að drepa

Ákærður fyrir tvö morð – Segir dulkóðuð skilaboð kakkalakka hafa sagt sér að drepa
Pressan
Fyrir 6 dögum

„Svörtu ekkjurnar“ í Rússlandi

„Svörtu ekkjurnar“ í Rússlandi
Pressan
Fyrir 6 dögum

Hrottaleg saga ungs pars skekur Texas- „Við leggjum af stað í dögun“

Hrottaleg saga ungs pars skekur Texas- „Við leggjum af stað í dögun“