Eysteinn Pétur Lárusson framkvæmdarstjóri KSÍ fór yfir uppfærða rekstrarspá ársins á síðasta stjórnarfundi sambandsins. Reksturinn er á áætlun.
Stjórnarmenn tóku til máls og ræddu m.a. tekjustreymi og vænta afkomu komandi ára. Sérstaklega var rætt um aukinn dómarakostnað almennt og tóku margir stjórnarmenn til máls um þann þátt – um síðustu ár, núverandi ár og þróun næstu ára – og ræddu ýmsar útfærsluleiðir.
Lengi hefur verið rætt um að leggja aukinn kostnað á félög þegar kemur að kostnaði við dómara sem hefur aukist gríðarlega á síðustu árum.
Utandeildir sem áður voru mjög virkar í fótbolta hefur farið fækkandi og félög frekar skráð sig í deildarkeppni KSÍ sem hefur reynst þeim töluvert ódýrara.