Erling Braut Haaland hefur yfirgefið hóp Noregs fyrir vináttuleikinn gegn Nýja-Sjálandi sem fram fer annað kvöld í Ósló.
Framherjinn skoraði þrennu þegar Noregur vann Ísrael 5-0 í undankeppni HM 2026 um helgina, en hann verður ekki með þegar Norðmenn mæta Nýja-Sjálandi á Ullevaal-leikvanginum.
Samkvæmt norska knattspyrnusambandinu hefur Haaland, ásamt Alexander Sorloth, Julian Ryerson og Fredrik Bjorkan, fengið að fara heim vegna leikjaálags.
Haaland hefur verið í frábær með Manchester City á tímabilinu og skorað níu mörk í sjö leikjum í ensku úrvalsdeildinni. City situr sem stendur í fimmta sæti deildarinnar og mætir Everton á Etihad-leikvanginum um helgina.