fbpx
Þriðjudagur 09.september 2025
433Sport

Færir þjóðinni góðar fréttir af meiðslum Alberts

Hörður Snævar Jónsson
Mánudaginn 8. september 2025 12:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Góðar fréttir berast af meiðslum Alberts Guðmundssonar framherja Fiorentina og íslenska landsliðsins. Frá þessu er sagt í hlaðvarpinu Dr. Football.

Albert meiddist í 5-0 sigri íslenska landsliðsins á Aserbaídsjan á föstudag, hann fékk þungt högg á ökklann þegar hann skoraði í leiknum.

Albert fór af velli vegna þess og missir af landsleik Íslands gegn Frakklandi á morgun í París.

Meiðslin eru hins vegar ekki alvarleg. „Tvær vikur,“ sagði frændi hans, Albert Brynjar Ingason um málið í Dr. Football.

Höfðu þeir frændur rætt málið eftir leik og því ljóst að einn mikilvægasti leikmaður landsliðsins verður ekki lengi frá.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Svona gæti byrjunarlið Liverpool litið út með komu Isak

Svona gæti byrjunarlið Liverpool litið út með komu Isak
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Postecoglou tekur við Forest af Nuno

Postecoglou tekur við Forest af Nuno
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Kaldar kveðjur frá Bayern til Jackson – Nánast útilokað að félagið kaupi hann næsta sumar

Kaldar kveðjur frá Bayern til Jackson – Nánast útilokað að félagið kaupi hann næsta sumar
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Ísland oft strítt Frökkum í gegnum tíðina en aldrei unnið – Fáum við kraftaverk á morgun?

Ísland oft strítt Frökkum í gegnum tíðina en aldrei unnið – Fáum við kraftaverk á morgun?