fbpx
Mánudagur 08.september 2025
433Sport

Strákarnir okkar fullir sjálfstrausts fyrir ógnarstórt próf í París – „Það gefur okkur mikið í framhaldinu“

Helgi Fannar Sigurðsson
Sunnudaginn 7. september 2025 17:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Helgi Fannar Sigurðsson skrifar frá París

Leikmenn íslenska karlalandsliðsins koma fullir sjálfstrausts inn í leikinn við Frakka hér ytra í 2. umferð undankeppni HM á þriðjudagskvöld.

Ísland vann Aserbaísjan 5-0 í fyrstu umferðinn og er því afar létt yfir mönnum. Verkefni þriðjudagsins er þó af allt öðrum toga.

video
play-sharp-fill

„Við erum að jafna okkur líkamlega eftir föstudaginn. Við erum búnir að fara vel yfir þann leik og erum byrjaðir að fara yfir Frakkana. Þetta verður krefjandi verkefni en við hlökkum mikið til að reyna að stríða þeim aðeins,“ sagði miðvörðurinn Sverrir Ingi Ingason við 433.is í París í dag.

Sem fyrr segir er sjálfstraustið gott eftir leikinn á föstudag.

„Sérstaklega út af því hvernig við unnum. Það er ekkert oft sem ég hef verið í landsliðinu og við unnið 5-0. Það gefur okkur mikið í framhaldinu, sérstaklega í svona riðli þar sem eru bara sex leikir.

Við vitum að þetta verður allt öðruvísi leikur. Við verðum að eiga frábæran leik taktískt til að gefa okkur sem mesta möguleika. Við getum búist við því að þeir verði meira með boltann. Við þurfum að vera sterkir í skyndisóknum og föstum leikatriðum en reyna að halda í það sem við höfum verið að gera með boltann.“

Ítarlegra viðtal er í spilaranum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Forsetinn útskýrir af hverju hann rak Mourinho

Forsetinn útskýrir af hverju hann rak Mourinho
433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Sjáðu myndina – Haaland þurfti þrjú spor í andlitið eftir óhapp við rútu norska landsliðsins

Sjáðu myndina – Haaland þurfti þrjú spor í andlitið eftir óhapp við rútu norska landsliðsins
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Daníel Leó um samstarfið í hjarta varnarinnar – „Það er geggjað að spila með honum“

Daníel Leó um samstarfið í hjarta varnarinnar – „Það er geggjað að spila með honum“
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Myndband: Uppákoma í Reykjavík vekur mikla athygli – „Hefur þú enga sjálfsvirðingu?“

Myndband: Uppákoma í Reykjavík vekur mikla athygli – „Hefur þú enga sjálfsvirðingu?“
Hide picture