Moises Caicedo á sér draum en hann stefnir á að snúa aftur til heimalandsins áður en ferlinum lýkur.
Caicedo greinir sjálfur frá en hann spilar með Chelsea á Englandi og er samningsbundinn til ársins 2031.
Caicedo er ekki á heimleið strax en hann er frá Ekvador og hefur mikinn áhuga á að spila í deildinni heima fyrir.
Ljóst er hann mun spila með Chelsea næstu árin en hann er einn allra mikilvægasti leikmaður liðsins.
,,Það veit enginn hvað framtíðin ber í skauti sér, ef tækifærið gefst þá mun ég snúa aftur heim,“ sagði Caicedo.
,,Ef ég fæ tækifæri einn daginn á að spila í Liga De Quito þá verð ég hæstánægður.“