Jack Grealish hefur víst hafnað því að ganga í raðir Fenerbahce í Tyrklandi og spila þar undir Jose Mourinho.
Þetta kemur fram í enskum fjölmiðlum en Grealish er til sölu í sumar og má fara frá Manchester City.
Grealish fékk tilboð í hendurnar frá Fenerbahce en var ekki lengi að hafna og ku vilja spila áfram á Englandi.
Everton er einnig að reyna að semja við leikmanninn en hann myndi líklega skrifa undir lánssamning út tímabilið.
Það eru ekki mörg félög sem ráða við launapakka Grealish sem fær 300 þúsund pund á viku á Etihad.