Víkingur Reykjavík átti ótrúlegan leik í kvöld er liðið spilaði við danska stórliðið Brondby.
Brondby er einn allra stærsta lið norðurlandanna og er næst stærsta félag Danmerkur á eftir FCK.
Fyrri leikurinn í undankeppni Sambandsdeildarinnar var spilaður á Víkingsvelli í kvöld og endaði 3-0.
Nikolaj Hansen kom Víkingum yfir í fyrri hálfleik og snemma í þeim seinni bætti Oliver Ekroth við öðru marki.
Viktor Örlygur Andrason gulltryggði svo magnaðan 3-0 sigur þegar um átta mínútur voru eftir.