Það eru margir að spyrja sig spurninga í dag eftir myndband sem kona að nafni Rebekah Vardy birti á samskiptamiðla.
Rebekah er kona sem þónokkrir kannast við en hún er eiginkona fótboltamannsins Jamie Vardy.
Vardy er án félags þessa stundina en Rebekah ákvað að birta mynd af þremur börnum hjónanna í treyju Inter Miami.
Það byrjaði orðróma um að Vardy væri nú á leið til Miami og gæti spilað með Lionel Messi áður en ferlinum lýkur.
Eins og staðan er þá eru þetta aðeins sögusagnir en Vardy hefur sjálfur áhuga á að spila í Bandaríkjunum.
Hvort það verði fyrir Miami eða ekki verður að koma í ljós en ljóst er að hann verður ekki í ensku úrvalsdeildinni í vetur.
Vardy er 38 ára gamall og var síðast hjá Leicester en hann hefur verið orðaður við fjölmörg félög í sumarglugganum.