Athletic segir að það séu nánast engar líkur á því að Liverpool muni reyna við sóknarmanninn Bradley Barcola í sumar.
Barcola var óvænt orðaður við Liverpool á miðvikudaginn en hann spilar með Paris Saint-Germain í Frakklandi.
Um er að ræða spennandi 22 ára gamlan leikmann sem myndi kosta allt að 90 milljónir punda í sumar.
Athletic segir að Liverpool sé alls ekki að horfa til Barcola í dag og hefur mikla trú á hinum 16 ára Rio Ngumoha sem hefur vakið athygli á undirbúningstímabilinu.
Liverpoool hefur nú þegar eytt um 300 milljónum punda í leikmenn í sumar og er að reyna að fá Alexander Isak frá Newcastle fyrir gluggalok.