Ole Gunnar Solskjær, stjóri Besiktas í Tyrklandi, er að landa Wilfried Ndidi, leikmanni Leicester.
Ndidi hefur verið lykilmaður á miðjunni hjá Leicester undanfarin ár, en liðið féll aftur niður í ensku B-deildina í vor og ætlar Nígeríumaðurinn ekki að taka slaginn með því þar.
Þrátt fyrir áhuga liða eins og Everton, Valencia og Real Betis hefur hinn 28 ára gamli Ndidi ákveðið að ganga í raðir Besiktas.
Besiktas greiðir rúmar 8 milljónir punda fyrir Ndidi og skrifar hann undir þriggja ára samning í Istanbúl.
Annar miðjumaður og fyrrum leikmaður í ensku úrvalsdeildinni, Alex Oxlade-Chamberlain, er þá sagður á förum frá Besiktas.
Þessi fyrrum leikmaður Arsenal og Liverpool hefur til að mynda verið orðaður við nýliða Leeds í deild þeirra bestu.