fbpx
Þriðjudagur 11.nóvember 2025
433Sport

Átti afar jákvætt samtal við United í gær

Helgi Fannar Sigurðsson
Fimmtudaginn 7. ágúst 2025 15:00

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Manchester United setti sig í samband við fulltrúa Carlos Baleba, leikmann Brighton, í gær og er miðjumaðurinn ungi sagður opinn fyrir skiptum á Old Trafford.

Í gær var greint frá því að United hefði virkjað samtalið við Brighton um Baleba, en ljóst er að flókið yrði að fá hann þar sem félag hans hefur lítinn áhuga á að selja. Þá er fjárhagsstaða Brighton sterk og liggur félaginu því ekki á að gera það.

United átti hins vegar jákvætt samtal við Baleba í gær og telur að það yrði ekkert mál að semja við leikmanninn sjálfan. Öllu erfiðara verður að ná samkomulagi við Brighton.

United er á fullu að reyna að landa Benjamin Sesko frá RB Leipzig og virðist það ætla að takast. Ekki er víst hvort félagið hafi efni á hinum 21 árs gamla Baleba eftir það en Rauðu djöflarnir ætla greinilega að reyna.

Brighton hefur verið duglegt að kaupa leikmenn ódýrt og selja dýrt undanfarin ár, sér í lagi miðjumenn. Moises Caicedo og Alexis Mac Allister hafa til að mynda farið til Chelsea og Liverpool fyrir háar upphæðir.

United hefur þegar keypt þá Bryan Mbuemo, Matheus Cunha og Diego Leon í sumar. Baleba gæti orðið sá fjórði.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Real Madrid setur sig í stellingar þar sem illa gengur að semja við Vinicius

Real Madrid setur sig í stellingar þar sem illa gengur að semja við Vinicius
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Fyrrum liðsfélagi Carragher lýsir ósætti við hann á samfélagsmiðlum eftir ummæli um helgina

Fyrrum liðsfélagi Carragher lýsir ósætti við hann á samfélagsmiðlum eftir ummæli um helgina
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Kallar fréttirnar af Conte skáldskap

Kallar fréttirnar af Conte skáldskap
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Mancini að taka að sér áhugavert starf

Mancini að taka að sér áhugavert starf
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Er þetta arftaki Salah á Anfield?

Er þetta arftaki Salah á Anfield?