Mikel Arteta, knattspyrnustjóri Arsenal, segist öruggur um það Viktor Gyökeres muni brátt fara að skora reglulega, þrátt fyrir markaleysi undanfarnar vikur.
Sænski framherjinn hefur skorað þrjú mörk í tíu leikjum fyrir Arsenal frá því hann kom til félagsins, en hefur nú farið sex leiki í röð án marks. Hann spilaði einnig báða leiki Svíþjóðar í landsleikjahléinu án þess að finna netmöskvana, sem þýðir að hann hefur ekki skorað í átta leikjum í röð.
Arteta segir þó ekkert hafa áhyggjur af framherjanum og hrósar frammistöðu hans og framlagi til liðsins.
„Hann gefur liðinu svo mikið,“ sagði Arteta.
„Þegar ég horfi aftur á leikina er ég mjög ánægður með það sem hann er að færa okkur.“
Stjóri Arsenal rifjaði einnig upp samtal þeirra áður en Gyökeres skrifaði undir samninginn við félagið.
„Ég sagði honum í fyrsta fundi okkar: ‘Nían sem ég vil, er nían sem getur tekist á við að skora ekki í sex eða átta leiki. Ef þú getur það ekki, þarftu að fara eitthvert annað.’“
„Pressan verður alltaf til staðar, væntingarnar líka. Ef þú ert númer níu hjá Arsenal verður þú að geta haldið haus og spilað eins, sama hvað. Ég vil meira af því sem hann er að gera núna. Þegar tækifærin koma, þá mun hann skora. Ég er alveg viss um það,“ bætti Arteta við.