Erling Braut Haaland skoraði þrennu fyrir norska landsliðið gegn Ísrael í undankeppni HM á laugardag. Er hann þar með kominn með 51 landsliðsmark.
Það sem vekur athygli er að það tók Haaland aðeins 46 landsleiki að skora 50 mörk en það er mun betri tölfræði en til dæmis bæði Cristiano Ronaldo og Lionel Messi eru með.
It took Cristiano Ronaldo 114 games to score 50 international goals. It took Lionel Messi 107.
Erling Haaland only needed 46 matches to reach that milestone with Norway.
Ali Daei, who scored his 100th goal for Iran in his 131st cap, is the fastest player to reach the century… pic.twitter.com/POUN23wD0f
— The Athletic | Football (@TheAthleticFC) October 13, 2025
Margir eru á því að þeir tveir séu þeir bestu í sögunni en það tók Ronaldo 114 leiki að ná 50 mörkunum og Messi litlu minna, eða 107.
Aðeins fjórir í sögunni hafa verið sneggri en Haaland í 50 mörk en gæti hann vel orðið sá sneggsti í 100 mörk.
Íraninn Ali Daei á það núna, en það tók hann 131 leik að komast í þriggja stafa tölu. Ef Haaland heldur áfram á þessari braut verður hann töluvert sneggri en það.