fbpx
Mánudagur 13.október 2025
433Sport

Snúa sér að Manchester United-goðsögn eftir að Gerrard sagði nei

Helgi Fannar Sigurðsson
Mánudaginn 13. október 2025 14:00

Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Samkvæmt enskum fjölmiðlum er fyrrum leikmaður Manchester United, Michael Carrick, orðaður við starf knattspyrnustjóra hjá Rangers eftir að Steven Gerrard ákvað að draga sig úr kapphlaupinu um starfið.

Rangers leita nú að nýjum stjóra eftir að Russell Martin var rekinn fyrr í mánuðinum, en liðið hefur byrjað tímabilið afar illa. Eftir aðeins einn sigur í sjö leikjum sitja þeir í áttunda sæti í skosku úrvalsdeildinni, ellefu stigum á eftir toppliði Hearts og níu stigum á eftir erkifjendum sínum í Celtic.

Martin, sem tók við liðinu í sumar, fékk harða gagnrýni frá stuðningsmönnum sem mótmæltu með borðum á leikvangi liðsins. Jafntefli gegn Falkirk var síðasta hálmstráið og var hann rekinn.

Gerrard, sem stýrði Rangers til síns fyrsta meistaratitils í tíu ár árið 2021, átti í góðum viðræðum við forráðamenn félagsins en hefur nú ákveðið að taka ekki starfið. Talið er að hann hafi viljað ráða meira um stefnuna á leikmannamarkaðnum.

Rangers hefur nú snúið sér að öðrum kostum, þar á meðal Kieran McKenna, stjóra Ipswich Town, og Danny Rohl hjá Sheffield Wednesday. En nafnið sem er einnig á blaði er Michael Carrick.

Carrick var rekinn frá Middlesbrough í júní eftir að hafa stýrt liðinu frá árinu 2022. Hann kom þeim í umspil B-deildarinnar á sínu fyrsta tímabili en náði ekki að fylgja því eftir næstu tvö ár. Carrick hefur einnig stýrt United tímabundið.

Carrick var orðaður við starf stjóra Manchester United í síðasta mánuði þegar þrýstingur jókst á Ruben Amorim, núverandi stjóra liðsins. Amorim hefur þó fengið traust eigenda, þar á meðal Sir Jim Ratcliffe, sem hefur haldið því fram að Portúgalinn haldi starfi sínu næstu þrjú ár.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Gerrard hafnar starfinu – Segja Grétar Rafn koma að því að finna næsta mann

Gerrard hafnar starfinu – Segja Grétar Rafn koma að því að finna næsta mann
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Gylfi Þór í ítarlegu einkaviðtali: Hamingjusamur Íslandsmeistari sem vill komast aftur í landsliðið – „Mitt álit skiptir engu máli, Arnar velur hópinn“

Gylfi Þór í ítarlegu einkaviðtali: Hamingjusamur Íslandsmeistari sem vill komast aftur í landsliðið – „Mitt álit skiptir engu máli, Arnar velur hópinn“
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Trúði ekki ummælum félaga síns í beinni – „Leifur, ekki reyna þetta… það yrði mesta hryðjuverk sem hefur átt sér stað“

Trúði ekki ummælum félaga síns í beinni – „Leifur, ekki reyna þetta… það yrði mesta hryðjuverk sem hefur átt sér stað“
433Sport
Í gær

Óheppilegt hjá landsliðsmarkverði Íslands – „Hann hefur farið línuvillt“

Óheppilegt hjá landsliðsmarkverði Íslands – „Hann hefur farið línuvillt“
433Sport
Fyrir 2 dögum

Í fyrsta sinn í 38 ár sem þetta gerist á Íslandi

Í fyrsta sinn í 38 ár sem þetta gerist á Íslandi
433Sport
Fyrir 2 dögum

Ísak gáttaður – „Hef aldrei séð svona“

Ísak gáttaður – „Hef aldrei séð svona“
433Sport
Fyrir 2 dögum

Þetta hafði þjóðin að segja um kvöldið – „Hreinasta hörmung“

Þetta hafði þjóðin að segja um kvöldið – „Hreinasta hörmung“
433Sport
Fyrir 2 dögum

Einkunnir eftir afhroð í Laugardalnum – Varnarleikurinn í molum en Albert bestur

Einkunnir eftir afhroð í Laugardalnum – Varnarleikurinn í molum en Albert bestur