Ben Chilwell er ekki lengur með númer hjá Chelsea en hann vann Meistaradeildina með félaginu fyrir nokkrum árum.
Chilwell virðist eiga enga framtíð fyrir sér hjá Chelsea og var lánaður til Crystal Palace á síðustu leiktíð.
Chilwell lék í treyju númer 21 hjá Chelsea en hún er nú í eigu Jorrel Hato sem kom frá Ajax í sumar.
Búist er við að Chilwell yfirgefi Chelsea í sumar en hann hefur áður borið fyrirliðaband í leikjum liðsins og var vinsæll á meðal stuðningsmanna.
Enzo Maresca, stjóri Chelsea, er þó ekki aðdáandi bakvarðarins og er honum frjálst að fara annað í sumar.