Victor Osimhen, leikmaður Napoli, virðist ekki vera of hrifinn af þeirri hugmynd að semja í Sádi Arabíu.
Margar stjörnur hafa fært sig til Sádi Arabíu á þessu ári en það er afskaplega erfitt að hafna þeim peningum sem eru í boði í landinu.
Osimhen er einn heitasti framherji heims en hann hefur raðað inn mörkum með Napoli og er orðaður við önnur lið í Evrópu.
Engar líkur eru á að Osimhen sé að fara til Bandaríkjanna bráðlega en hann horfir þangað frekar en til Sádi.
Nígeríumaðurinn gæti verið á förum frá Napoli næsta sumar en samningur hans við félagið rennur út 2025.
,,Ef ég ætti að velja á milli og tilboðið væri það sama þá myndi ég fara í MLS deildina,“ sagði Osimhen.