Arthur, leikmaður Barcelona, er að kveðja félagið og gengur í raðir Juventus fyrir næsta tímabil.
Miralem Pjanic mun ganga í raðir Barcelona á móti og borgar Juventus 10 milljónir evra aukalega.
Quique Setien, stjóri Barcelona, er ekki sáttur en hann vildi ekki missa Brasilíumanninn.
,,Að þetta sé að gerast er alls ekki eðlilegt. Arthur er ennþá minn leikmaður og er mikilvægur,“ sagði Setien.
,,Hann mun æfa með okkur og ferðast og getur spilað. Ég vona að þessi læti hafi ekki áhrif á hann.“
,,Félagið er búið að segja mér að hann sé að fara. Hann verður þó með okkur út tímabilið.“