fbpx
Miðvikudagur 30.apríl 2025
433Sport

Spádómur Sigga Hlö kom í bakið á honum – Bað fólk um að taka skjáskot

Hörður Snævar Jónsson
Föstudaginn 26. júní 2020 16:00

Siggi Hlö

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Liverpool er Englandsmeistari árið 2020 eftir leik Chelsea og Manchester City í gærkvöld. Það hefur lengi legið í loftinu að Liverpool yrði meistari en liðið hefur aðeins tapað einum leik í deildinni. Manchester City þurfti að vinna Chelsea í gær til að tefja enn frekar en liðið tapaði 2-1 á Stamford Bridge.

Þetta er fyrsti sigur Liverpool í ensku úrvalsdeildinni en liðið vann síðast árið 1990 þegar úrvalsdeildin var ekki stofnuð. Liverpool er með 86 stig á toppi deildarinnar, 23 stigum á undan City sem vann titilinn í fyrra. Afrek Liverpool er magnað en sjö umferðir eru eftir af deildinni.

Það er sárt fyrir erkifjendur Liverpool í Manchester United að horfa upp á liðið verða meistara. United hefur verið í krísu síðustu ár á meðan Liverpool blómstrar.

Sigurður Hlöðversson stuðningsmaður Manchester United spáði fyrir um tímabilið síðasta haust og bað fólk um að taka skjáskot af því. Skjáskotið sem margir tóku kemur nú í bakið á honum.

„Liverpool er aldrei að fara að vinna þessa deild. Staðfest. Takið Screen shot,“ skrifaði Siggi Hlö brattur og hafði enga trú á lærisveinum Jurgen Klopp.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Stórtíðindi úr Vesturbænum

Stórtíðindi úr Vesturbænum
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Tekur á sig launalækkun og hafnar því að fá yfir helmingi meira í Sádí

Tekur á sig launalækkun og hafnar því að fá yfir helmingi meira í Sádí
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Liverpool ætlar að mæta með stóru seðlana í sumarið – Tvær stöður í forgangi

Liverpool ætlar að mæta með stóru seðlana í sumarið – Tvær stöður í forgangi
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Saliba efstur á óskalista Real Madrid í sumar – Skoða líka tvo miðjumenn sem spila á Englandi

Saliba efstur á óskalista Real Madrid í sumar – Skoða líka tvo miðjumenn sem spila á Englandi
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Heitar umræður um stöðu Gylfa Þórs í gærkvöldi – „Það er búið að vera rosalega mikið í gangi, hvaða áhrif hefur þetta?“

Heitar umræður um stöðu Gylfa Þórs í gærkvöldi – „Það er búið að vera rosalega mikið í gangi, hvaða áhrif hefur þetta?“
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Reyna að flýta stórleiknum vegna Eurovison

Reyna að flýta stórleiknum vegna Eurovison
433Sport
Í gær

Efstur á óskalista í Madríd í sumar

Efstur á óskalista í Madríd í sumar
433Sport
Í gær

Sex ensk stórlið hafa áhuga á sama framherjanum – Getur komið frítt í sumar

Sex ensk stórlið hafa áhuga á sama framherjanum – Getur komið frítt í sumar