fbpx
Þriðjudagur 11.nóvember 2025
433Sport

Búið að draga í bikarnum: Óskar og Gústi mætast – ÍA heimsækir Val

Victor Pálsson
Föstudaginn 26. júní 2020 21:42

Mynd: Blikar.is

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það er búið að draga í 16-liða úrslit Mjólkurbikarsins og eru ófáar skemmtilegar viðureignir á dagskrá.

32-liða úrslitum keppninnar lauk í gær en aðeins fjögur lið eru eftir sem leika ekki í efstu deild.

ÍBV, Fram, Afturelding og Þór spila í Lengjudeildinni og eru þau einu sem eru enn á lífi.

Óskar Hrafn Þorvaldsson og hans menn í Breiðablik spila aftur á heimavelli við Gróttu líkt og í fyrstu umferð úrvalsdeildarinnar.

Ágúst Gylfason er auðvitað þjálfari Gróttu og var áður hjá Blikum. Leiknum í deildinni lauk með 3-0 sigri Breiðabliks.

Hér má sjá allan dráttinn en leikirnir fara fram 30 – 31. júlí.

Fram – Fylkir
HK – Afturelding
FH – Þór
Breiðablik – Grótta
KA – ÍBV
KR – Fjölnir
Valur – ÍA
Víkingur R. – Stjarnan

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Real Madrid setur sig í stellingar þar sem illa gengur að semja við Vinicius

Real Madrid setur sig í stellingar þar sem illa gengur að semja við Vinicius
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Fyrrum liðsfélagi Carragher lýsir ósætti við hann á samfélagsmiðlum eftir ummæli um helgina

Fyrrum liðsfélagi Carragher lýsir ósætti við hann á samfélagsmiðlum eftir ummæli um helgina
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Kallar fréttirnar af Conte skáldskap

Kallar fréttirnar af Conte skáldskap
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Mancini að taka að sér áhugavert starf

Mancini að taka að sér áhugavert starf
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Er þetta arftaki Salah á Anfield?

Er þetta arftaki Salah á Anfield?