Það er búið að draga í 16-liða úrslit Mjólkurbikarsins og eru ófáar skemmtilegar viðureignir á dagskrá.
32-liða úrslitum keppninnar lauk í gær en aðeins fjögur lið eru eftir sem leika ekki í efstu deild.
ÍBV, Fram, Afturelding og Þór spila í Lengjudeildinni og eru þau einu sem eru enn á lífi.
Óskar Hrafn Þorvaldsson og hans menn í Breiðablik spila aftur á heimavelli við Gróttu líkt og í fyrstu umferð úrvalsdeildarinnar.
Ágúst Gylfason er auðvitað þjálfari Gróttu og var áður hjá Blikum. Leiknum í deildinni lauk með 3-0 sigri Breiðabliks.
Hér má sjá allan dráttinn en leikirnir fara fram 30 – 31. júlí.
Fram – Fylkir
HK – Afturelding
FH – Þór
Breiðablik – Grótta
KA – ÍBV
KR – Fjölnir
Valur – ÍA
Víkingur R. – Stjarnan