fbpx
Þriðjudagur 11.nóvember 2025
Pressan

Kennsl borin á rotnandi lík í yfirgefinni Teslu söngvarans – Ferilinn hefur borið hnekki

Pressan
Fimmtudaginn 18. september 2025 07:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Borin hafa verið kennsl á rotnandi lík sem fannst í yfirgefinni Teslu söngvarans D4vd í Kaliforníu mánudaginn 8. september. Um unglingsstúlku er að ræða að sögn yfirvalda í Los Angeles á þriðjudag. Bifreiðin hafði verið haldlögð af yfirvöldum í vikunni á undan og flutt á bifreiðastæði á hennar vegum.

Lík stúlkunnar var vafið inn í plast og var í læstu skotti Teslunnar, þar sem sólin skein á bílinn í hitanum í Kaliforníu í að minnsta kosti fimm daga. Líkið var svo illa rotnað að það var ekki alveg heilt og var tilkynning til yfirvalda á þá leið að mikla ólykt lagði frá bílnum.

D4vd, sem heitir löglega David Anthony Burke, var tengdur málinu eftir að yfirvöld röktu bílnúmer Teslunnar með Texas-númeraplötunni við hann. Hann hafði ekki tilkynnt bifreiðina stolna.

Stúlkan hét Celeste Rivas og var 15 ára gömul. Hún hafði horfið árið 2024 frá Lake Elsinor í Kaliforníu-ríki.

Athygli hefur vakið að hún var með húðflúr á hægri vísifingri sem á stóð „Shhh…“ sem er samskonar húðflúr og Burke skartar, rétt eins og fleiri stjörnur eins og Rihanna og Lindsay Lohan.

Burke hefur sýnt fullt samstarf við lögregluna á meðan hann heldur tónleikaferðalagi sínu áfram.

David Anthony Burke

Þegar líkið fannst í bílnum var Burke að undirbúa tónleika í Minneapolis og hafði verið að deila stöðugum færslum með tveimur milljónum fylgjenda sinna á Instagram.

Þrátt fyrir fullt samstarf við yfirvöld hefur ferill hans borið hnekki vegna málsins. Fyrirtækið Crocs og Hollister sleit samstarfi þeirra aðeins nokkrum dögum eftir að tilkynnt var að Burke væri andlit samstarfsverkefnisins „Dream Drop“. Myndirnar af vörunni sem Burke var fyrirsæta fyrir voru allar birtar, en andlit hans var klippt burt.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Ungur maður nauðgaði ókunnugri konu á sextugsaldri á almannafæri því hann var hreinn sveinn

Ungur maður nauðgaði ókunnugri konu á sextugsaldri á almannafæri því hann var hreinn sveinn
Pressan
Í gær

Andrew fyrrum Bretaprins fékk vændiskonur í Buckinghamhöll – Og mamma hans hylmdi yfir það

Andrew fyrrum Bretaprins fékk vændiskonur í Buckinghamhöll – Og mamma hans hylmdi yfir það
Pressan
Fyrir 4 dögum

Ránið bíræfna í Louvre-safninu – Lykilorð myndavélakerfisins var eins einfalt og það gat orðið

Ránið bíræfna í Louvre-safninu – Lykilorð myndavélakerfisins var eins einfalt og það gat orðið
Pressan
Fyrir 4 dögum

Fyrrverandi fulltrúi CIA: Kínverjar og Rússar senda „kynlífsnjósnara“ til Bandaríkjanna

Fyrrverandi fulltrúi CIA: Kínverjar og Rússar senda „kynlífsnjósnara“ til Bandaríkjanna
Pressan
Fyrir 5 dögum

Þingkona missti stjórn á sér á flugvelli og urðaði yfir starfsmenn

Þingkona missti stjórn á sér á flugvelli og urðaði yfir starfsmenn
Pressan
Fyrir 5 dögum

Snýr óvænt aftur eftir 8 ára fjarveru

Snýr óvænt aftur eftir 8 ára fjarveru