fbpx
Mánudagur 07.október 2024
Pressan

Svona er hægt að nota ferskar sítrónur til margra hluta

Pressan
Sunnudaginn 15. september 2024 17:30

Sítrónur eru góðar og frískandi og til margra hluta nytsamlegar.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sítrónur eru til margra hluta nytsamlegar því það er hægt að nota þær í fleira en matargerð, til dæmis við þrif og umhirðu húðarinnar.

Sítrónusafi er tilvalinn til að fjarlægja ryð. Ef þú þarft til dæmis að fjarlægja ryð af ostaskera þarftu bara að kreista sítrónusafa í skál, þannig að safinn flæði yfir ryðblettinn. Láttu ostaskerann liggja í vökvanum í 5 til 10 mínútur og síðan þværðu ostaskerann upp í höndum.

Það er hægt að nota sítrónusafa til aflita hár. Það er bara að setja sítrónusafa í úðaflösku og blanda með volgu vatni. Síðan er að sprauta þessu í hárið og setjast út í sólina í um eina klukkustund til að fá sem mest áhrif af blöndunni.

Sítrónur eru fullar af vítamínum og mjög næringarríkar. Þær eru því tilvaldar til að hreinsa húðina. Safinn hreinsar húðina og fjarlægir húðorma.

Það er hægt að fjarlægja kalk með sítrónusafa ef þú glímir við kalk á flísum eða blöndunartækjum. Það eina sem þarf er að nudda hálfri sítrónu á fletina þar til safinn er búinn úr henni. Sýran í safanum brýtur kalkið niður og sem bónus færðu góða lykt. En það þarf að hafa í huga að kalkið í fúgunum verður einnig fyrir áhrifum af þessu en það er hægt að koma í veg fyrir það með því að bleyta þær áður en verkið hefst. Einnig þarf að hafa í huga að það eru ekki allir fletir sem þola sýru.

Sítrónusafi eyðir lykt og hentar til dæmis vel til að þrífa skurðarbretti. Stráðu smá salti á það, nuddaðu hálfri sítrónu og láttu liggja í nokkrar mínútur. Þetta fjarlægir bletti og lykt. Sítrónusafinn má ekki liggja of lengi á því þá verða áhrifin einfaldlega of mikil.

Það er hægt að nota sítrónur til að þrífa ofna og örbylgjuofna. Settu fat með vatni og sítrónusafa í 50 gráðu heitan ofn. Eftir nokkrar klukkustundir er leikur einn að þurrka bletti og matarafganga í burtu. Í örbylgjuofni þarf vatnið bara að sjóða aðeins og síðan standa í 10 mínútur áður en óhreinindin eru strokin af.

Það er hægt að þrífa uppþvottavélar með sítrónu. Settu sítrónubörk í hnífaparabakkann og þú munt finna mun á hversu frískari og hreinni vélin verður.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Gróf upp gólfmottu í garðinum en óraði ekki fyrir atburðarásinni sem átti eftir að fara af stað

Gróf upp gólfmottu í garðinum en óraði ekki fyrir atburðarásinni sem átti eftir að fara af stað
Pressan
Í gær

Af hverju lækkum við með aldrinum?

Af hverju lækkum við með aldrinum?
Pressan
Fyrir 2 dögum

Þetta gerist í líkamanum þegar þú borðar hunang

Þetta gerist í líkamanum þegar þú borðar hunang
Pressan
Fyrir 2 dögum

Keltneskur hjálmur á óvæntum slóðum

Keltneskur hjálmur á óvæntum slóðum
Pressan
Fyrir 3 dögum

Yngstu fórnarlömb fellibylsins voru þessir tvíburabræður

Yngstu fórnarlömb fellibylsins voru þessir tvíburabræður
Pressan
Fyrir 3 dögum

„Ég sá konuna mína borða svolítið ógeðslegt“ – „Ég get ekki litið hana sömu augum“

„Ég sá konuna mína borða svolítið ógeðslegt“ – „Ég get ekki litið hana sömu augum“