fbpx
Miðvikudagur 11.september 2024
Pressan

Þess vegna halda konur framhjá

Pressan
Fimmtudaginn 8. ágúst 2024 04:10

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það kemur fyrir að karlar haldi framhjá maka sínum og það gerist einnig að konur haldi framhjá maka sínum. En hvað veldur því að fólk heldur framhjá?

Eflaust eru margar skýringar á því. Hvað varðar karla, þá hefur því oft verið haldið fram að það sé kynhvötin sem valdi því oft að þeir halda framhjá. En kannski hefur verið minna um skýringar á af hverju konur halda framhjá.

Nú segja vísindamenn að ný rannsókn þeirra varpi nýju ljósi á ástæðurnar fyrir framhjáhaldi kvenna.

Í rannsókninni, sem hefur verið birt í vísindaritinu „Evolution and Human Behavior“ kemur fram að konum finnist manneskjan, sem þær halda framhjá með, meira aðlaðandi en maki þeirra. En á hinn bóginn líta þær á maka sinn sem betra foreldri fyrir afkvæmin.

Videnskab skýrir frá þessu.

Rannsóknin bendir til að konur haldi framhjá til að fá „góð gen“ fyrir afkvæmi sín en „reikni með“ að maki þeirra hjálpi þeim við uppeldið.

En í rannsókninni kemur einnig fram að aðrar ástæður geti legið að baki framhjáhaldi, til dæmis að konur vilji hefna sín á makanum eða séu óánægðar í sambandinu.

254 konur og karlar, sem öll eru gagnkynhneigð, frá 19 löndum tóku þátt í rannsókninni. Fólkið á það sameiginlegt að hafa haldið framhjá maka sínum. Var fólkið beðið um leggja mat á maka sinn og þann sem það hélt framhjá með, út frá þremur þáttum:

Útlit og kynferðislegt aðdráttarafl.

1. Persónuleg gildi og eiginleikar.

2. Hæfi sem foreldri.

3. Því næst var fólkið beðið um að segja af hverju það hafði haldið framhjá.

Þegar allar þessar upplýsingar lágu fyrir, gátu vísindamenn greint mynstur og þemu í svörunum.

Almennt séð mátu konurnar þann sem þær héldu framhjá með, sem meira líkamlega aðlaðandi en maka sinn, en síður hæfan til að sinna foreldrahlutverkinu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Af hverju er botninn á gosdósum ekki flatur?

Af hverju er botninn á gosdósum ekki flatur?
Pressan
Í gær

Myrti fjóra í skólanum sínum – Nú streyma skelfilegar sögur um fjölskylduna fram

Myrti fjóra í skólanum sínum – Nú streyma skelfilegar sögur um fjölskylduna fram
Pressan
Í gær

Skrímslið í Avignon segir lögreglu hafa rústað lífi sínu – Allir væru hamingjusamari hefði hann áfram fengið að brjóta gegn eiginkonu sinni

Skrímslið í Avignon segir lögreglu hafa rústað lífi sínu – Allir væru hamingjusamari hefði hann áfram fengið að brjóta gegn eiginkonu sinni
Pressan
Fyrir 2 dögum

Afinn varpar sprengju: „Hann þarf að fá dauðarefsingu“

Afinn varpar sprengju: „Hann þarf að fá dauðarefsingu“