fbpx
Föstudagur 22.september 2023
Pressan

Vill byssurnar heim enda tugir milljóna í húfi – Ása í hart við yfirvöld og krefst þess að lögreglan skili góssinu

Pressan
Miðvikudaginn 13. september 2023 14:07

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ása Guðbjörg Ellerup leitast nú við að endurheimta skotvopn sem lögregla fjarlægði af heimili hennar og eiginmanns hennar, Rex Heuermann, sem er talinn vera hinn alræmdi Gilo-strandar raðmorðingi. Ása ber því við að skotvopnin séu hjúskapareignir og um sé að ræða töluverð verðmæti.

Vill byssurnar heim

Lögmaður Ásu, Robert Macedonio, segir að skjólstæðingur hans, sem hefur farið fram að skilnað frá eiginmanni sínum, eigi rétt á að endurheimta þau skotvopn sem hafði verið aflað með lögmætum hætti. Mun Robert ætla að leggja fram formlega kröfu um vopnin eftir að lögregla hefur lokið rannsókn sinni hvað varðar meinta brot Rex gegn vopnalögum.

„Ríkið hefur engan rétt til þess að halda því sem ekki er talið þýfi“

Rannsakendur lögðu hald á rúmlega 280 skotvopn á heimili Rex og Ásu á Long Island. Búið er að leggja mat á vopnin og komst lögregla að þeirri niðurstöðu að aðeins hluti vopnanna væri án leyfis og þar með andstöðu við skotvopnalög. Þrátt fyrir þetta er ekki talið að Rex hafi banað meintum fórnarlömbum sínum með skotvopni, en um er að ræða fjórar konur sem allar létust eftir að þrengt var að öndunarvegi þeirra. Eftir að Rex var handtekinn afturkölluðu yfirvöld byssuleyfi hans.

Vopnin eru að öllu tagi. Meðal annars eru þarna forngripir sem rekja má allt aftur til 1860 og koma vopnin frá Bandaríkjunum, Bretlandi, Svíþjóð, Sviss, Ítalíu, Rússlandi, Belgíu, Brasilíu, Rúmeníu, Ísrael og Frakklandi. Sumar byssurnar koma úr heimsstyrjöldunum eða voru þekktar skömmu eftir aldamótin 1900 og notuð af gengjum af gamla skólanum. Af framangreindu sést að virði vopnanna er töluvert, sérstaklega í ljósi þess að hér er um safngripi að ræða. Talið er að safnið í heild megi meta á rúmar 40 milljónir króna.

„Þarna eru verðmætir safngripir sem aflað var með lögmætum hætti,“ sagði lögmaðurinn og bætti við að Ása fari einnig fram á að endurheimta skartgripi, fatnað og reiðufé sem var fjarlægt af heimili hennar í húsleit lögreglu, enda eigi Ása tilkall til helmings allra hjúskapareigna samkvæmt reglum hjúskaparréttar um helmingaskipti við skilnað.

Ógnvekjandi framkoma við undirmann

Rex Heuermann er enn í gæsluvarðhaldi en hann fagnar þar í dag sextíu ára afmæli sínu. Hann segist vera saklaus af þeim sökum sem á hann eru bornar. Nú þegar hefur hann formlega verið ákærður fyrir að bana þremur konum fyrir rúmum áratug síðan, en eins er hann sterklega grunaður í fjórða málinu og almennt talið því verði bætt þá og þegar við ákæru málsins.

Vakti það athygli á dögunum þegar kona sem starfaði áður fyrir Rex steig fram og sakaði hann um að hafa beitt sig umsáturseinelti. Muriel Hanriquez ræddi við fréttamenn í sérstakri útgáfu af þættinum 48 Hours þar sem farið er yfir Gilgo-málið. Muriel segir að fyrrum yfirmaður hennar hafi haft ástríðu fyrir skotveiðum. Hann hafi fengið þráhyggju fyrir því að sýna Muriel nákvæmlega hversu góður hann væri að beita skotvopnum og hafi þetta gengið svo langt að hann hafi heimtað að vita hvar hún væri niðurkomin á afmælisdegi hennar. Muriel var að verða fertug og hafði ákveðið að fagna tímamótunum um borð í skemmtiferðaskipi.

„Ég sagði honum að ég yrði úti á miðju hafi og þar gæti hann ekki fundið mig. Hann svaraði – Jú víst get ég það.“

Á öðrum degi hennar um borð í skipinu hafi hvítu umslagi verið laumað undir hurðina að káetu hennar. Þar inni fann hún skilaboð fra´Rex.

„Skilaboðin voru – Ég sagði þér að ég gæti fundið þig hvar sem er.“

Nánar verður greint frá viðtalinu við Muriel í kvöld.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Heil fjölskylda myrt

Heil fjölskylda myrt
Pressan
Fyrir 2 dögum

Miðstöð ofbeldis í nágrenni Gatwick

Miðstöð ofbeldis í nágrenni Gatwick
Pressan
Fyrir 3 dögum

Handtekinn eftir að hafa lent í reiðhjólaslysi – Lést stuttu síðar

Handtekinn eftir að hafa lent í reiðhjólaslysi – Lést stuttu síðar
Pressan
Fyrir 3 dögum

Óhugnanlegur fundur í kjallara húss í Póllandi

Óhugnanlegur fundur í kjallara húss í Póllandi
Pressan
Fyrir 4 dögum

Augnablikið þegar fjöldamorðinginn játaði óvart á sig sök – Harmleikurinn sem skók Ástralíu

Augnablikið þegar fjöldamorðinginn játaði óvart á sig sök – Harmleikurinn sem skók Ástralíu
Pressan
Fyrir 4 dögum

Át skemmdan fisk og missti alla útlimi

Át skemmdan fisk og missti alla útlimi