fbpx
Föstudagur 19.apríl 2024
Pressan

Klukkan þrjú að nóttu var skyndilega barið að dyrum – Nýjar upplýsingar í umtöluðu morðmáli

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 2. janúar 2023 07:52

Madison Mogen, Kaylee Goncalves, Ethan Chapin og Xana Kernodle voru myrt aðfaranótt 13. nóvember.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Klukkan þrjú aðfaranótt síðasta föstudags var barið að dyrum hjá Kohberger-fjölskyldunni, sem býr í Pennsylvania í Bandaríkjunum. Þegar fjölskyldufaðirinn opnaði dyrnar blasti ótrúleg sjón við honum. Fjöldi lögreglumanna sem voru komnir til að handtaka son hans, Bryan Christopher Kohberger.

Hann var handtekinn, grunaður um að hafa myrt fjóra háskólanema í bænum Moscow í Idaho sjö vikum áður. Moscow er í mörg þúsund kílómetra fjarlægð frá heimili Kohberger-fjölskyldunnar.

Mörgum málum er enn ósvarað um morðin á háskólanemunum fjórum, þar á meðal hvað varð til þess að lögreglan handtók Kohberger eftir sjö vikna rannsókn.

DV hefur áður fjallað um morðin og hér fyrir neðan er hægt að lesa eina af þessum umfjöllunum.

Háskólamorðin í Idaho vekja óhug – Af hverju þurftu þau að deyja?

Það var í Moscow sem Kaylee Goncalves, Madison Mogen, Zana Kernodle og Ethan Chapin, unnusti Kerondle, voru myrt aðfaranótt 13. nóvember. Morðin áttu sér stað um miðja nótt og er talið að fjórmenningarnir hafi verið sofandi þegar morðinginn lagði til atlögu. Tvær stúdínur til viðbótar voru sofandi í húsinu og urðu ekki varar við neitt þetta nótt. Margir hafa velt fyrir sér af hverju morðinginn lét þær óáreittar.+

CBS News hefur eftir Jason LaBar, verjanda Kohberger, að lögreglan hafi komið heim til hans um klukkan 3 aðfaranótt föstudags og að faðir hans hafi farið til dyra. Hann sagði að fjölskyldan hafi verið mjög samstarfsfús.

Hann sagði að Kohberger sé „mjög rólegur“. „Hann er mjög greindur og honum var mjög brugðið (vegna handtökunnar, innsk. blaðamanns),“ sagði LaBar.

Bryan Christopher Kohberger. Mynd:Monroe County Correctional Facility

CNN hefur eftir ónafngreindum heimildarmönnum, sem segjast þekkja til rannsóknar lögreglunnar, að Kohberger hafi legið undir grun í töluverðan tíma. Hann stundar nám í afbrotafræði. Lögreglan er sögð hafa fylgst með honum síðan fyrir jól og hafi fylgst með öllu sem hann gerði.

Heimildarmennirnir segja að Kohberger hafi komist í kastljós lögreglunnar þar sem lífsýni, sem fundust á morðvettvanginum, hafi tengt hann við málið sem og að hann á samskonar bíl og sást við morðvettvanginn.

Sögðu heimildarmennirnir að Kohberger hafi ekið þvert yfir Bandaríkin fyrir jól til að komast heim til foreldra sinna. Að sögn var byrjað að fylgjast með honum þegar hann var austan við Idaho og fylgdist alríkislögreglan FBI með honum næstu fjóra daga. Á meðan unnu saksóknarar að undirbúningi handtökubeiðni.

Allt gekk þetta upp hjá lögreglunni aðfaranótt föstudags og var þá farið rakleiðis að heimili hans og hann handtekinn. Hann er í haldi og getur ekki fengið lausn gegn greiðslu tryggingar.LaBar sagði í samtali við CNN að Kohberger neiti sök.

Á morgun verður krafa um framsal hans til Idaho tekin fyrir hjá dómi í Pennsylvania og mun Kohberger ekki leggjast gegn framsali að sögn LaBar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Móðir ákærð – Hótaði barnsföður sínum að birta klámfengið efni

Móðir ákærð – Hótaði barnsföður sínum að birta klámfengið efni
Pressan
Fyrir 2 dögum

Norður-Kórea er betur undirbúin undir stríð en nokkru sinni áður

Norður-Kórea er betur undirbúin undir stríð en nokkru sinni áður
Pressan
Fyrir 3 dögum

Fundu bát sem var fullur af rotnandi líkum

Fundu bát sem var fullur af rotnandi líkum
Pressan
Fyrir 3 dögum

Kannabis er orðið að milljarðaiðnaði í Bandaríkjunum – Hvaða áhrif hefur efnið á heilsu fólks?

Kannabis er orðið að milljarðaiðnaði í Bandaríkjunum – Hvaða áhrif hefur efnið á heilsu fólks?
Pressan
Fyrir 3 dögum

Kynlífspartý, fíkniefni, Viagra og morð – Kaþólska kirkjan tengist vafasömum málum

Kynlífspartý, fíkniefni, Viagra og morð – Kaþólska kirkjan tengist vafasömum málum
Pressan
Fyrir 3 dögum

Lögreglukonan sem réðst ein til atlögu gegn stungumanninum í Sydney – „Ég var bara að vinna mína vinnu“ – Nýjar upplýsingar um morðingjann vekja óhug

Lögreglukonan sem réðst ein til atlögu gegn stungumanninum í Sydney – „Ég var bara að vinna mína vinnu“ – Nýjar upplýsingar um morðingjann vekja óhug