fbpx
Miðvikudagur 11.desember 2024
Pressan

Sumt gekk upp en annað ekki – Var barnaníðingurinn Allen í raun Zodiac raðmorðinginn?

Guðrún Gyða Eyþórs Árnadóttir
Föstudaginn 28. apríl 2023 20:31

Fórnarlömb Zodiac morðingjans.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Seint á sjöunda áratugnum var raðmorðingi að stunda sín myrkraverk á saklausum fórnarlömbum í Norður-Kaliforníu. Hinn svokallaði „Zodiac morðingi“ myrti að minnsta kosti fimm manns á árunum 1968 til 1969, og hafði blaðamenn og lögreglu að háði og spotti með flóknu dulmáli sem hann sendi og manaði í leysa.

Áður en hann hvarf hann sporlaust.

Og þótt að morðin hafi aldrei verið formlega leyst telja margir nokk viss um að morðinginn hafi verið maður að nafni  Arthur Leigh Allen.

Allen

Allen, sem var dæmdur barnaníðingur, ræddi einu sinni við vin sinn um að skrifa „skáldsögu.“  Söguþráðurinn var um morðingja sem kallaður var Zodiac, elti pör og sendi bréf til lögreglunnar. Hann átti úr með táknum stjörnumerkjanna (Zodiac) og einkenndi sig með tákni sem passaði við undirskrift morðingjans. Zodiac þessi bjó nálægt mörgum af glæpavettvanginum og átti samskonar ritvél og hinn raunverulegi morðingingi, Zodiac notaði líklega til bréfaskriftanna.

En þrátt fyrir að Allen virtist vera næsta öruggt vera Zodiac tók lögreglunni aldrei að tengja hann við morðin. Fingraför á bréfunum voru ekki hans og rithönd Allen líktist á engan hátt rithönd bréfanna.

Allen var dæmdur barnaníðingur.

En var Allen í raun Zodiac morðinginn? Og hvaða glæpi framdi hann?

Allen fæddist á Hawaii árið 1933 en flutti ungur með foreldrum sínum til Kaliforníu. Tom Voight, sem er óopinber sérfræðingur um Zodiac morðin, sagði í viðtal að burtséð frá hvort hann var Zodiac morðinginn eða ekki, sé næsta víst að hann hafi verið ábyrgur fyrir öðrum morðum.

Fjölskyldulífið var erfitt og flúði Allen heimilið með því að ganga í herinn. En heraginn átti ekki við hann og yfirgaf hann herinn og hóf að kenna. En það gekk brösuglega því hegðun hans truflaði samstarfsmenn verulega. Á árunum 1962 til 1963 var hann rekinn sem kennari í barnaskóla fyrir að vera með hlaðna byssu í bílnum sínum en árið 1968 var hann rekinn úr öðrum skóla og það fyrir mun alvarlegra brot – að misnota nemanda. En af einhverjum ástæðum var brotið aldrei kært.

Táknið þekkta

Allen hélst hvergi á vinnu. Hann flutti til foreldra sinna og um svipað leiti hóf hann að drekka stíft og illa. Hann fékk vinnu á bensínstöð en var fljótlega sagt upp störfum fyrir að sýna „litlum stúlkum“ of mikinn áhuga.

Eftir nokkra mánaða atvinnuleysi fékk Allen starf sem húsvörður en leiddist það og ákvað að bæta við sig í námi. Hann skráði sig í Sonoma fylkisháskólann og lauk BA gráðu í líffræði með efnafræði sem aukagrein í efnafræði, sem leiddi til að hann fékk góða stöðu við olíuhreinsunarstöð. En enn og aftur níddist Allen á barnungum stúlkum og árið 1974 var hann dæmdur fyrir barnaníð.

Hann sat inni í þrjú ár og hélt sér uppi með tilfallandi störfum þar til hann lést árið 1992.

Við fyrstu sýn virðist líf Arthur Leigh Allen vera sorglegt og tilgangslaust líf barnaníðings.

Ökuskírtein Allen frá 1967

En lifði hann tvöföldu lífi? Var hann einnig hinn þekktir raðmorðingi sem nefndi sig eftir dýrahring stjörnumerkjanna?

Það eru nokkrar ástæður fyrir því að Arthur Leigh Allen er grunaður um að vera raðmorðinginn. Rannsóknarlögreglumenn voru nokkuð vissir, út frá orðalagi bréfanna, að morðinginn hefði á einhverjum tímapunkti verið í hernum, líkt og Allen. Allen bjó einnig í Vallejo í Kaliforníu, nálægt þeim stöðum sem morðin áttu sér stað og hann átti úr með tákninu sem Zodiac morðinginn notaði til að skrifa undir bréfin.

Teikningin sem gerð var eftir lýsingum þeirra er lifðu árásirnar af.

Var talið um bókina bara hugmynd? Eða gekk hann lengra? Það er afar líklegt?

Cheri Jo Bates var stungin til bana 30. október 1966, eina daginn sem Allen tók sér veikindafrí. Tveimur árum síðar voru fyrstu staðfestu fórnarlömb Zodiac morðingjans, Betty Lou Jensen og David Faraday, drepin í aðeins sjö mínútna göngufæri frá heimili Allen. Það var staðfest að Allen átti nákvæmlega eins byssu og notuð var við morðin á táningunum.

Næstu fórnarlömbin, Darlene Ferrin og Mike Mageau, voru skotin 4. júlí 1969, í aðeins fjögurra mínútna göngufæri frá heimili Allen. Ferrin, sem lést eftir árásina, vann á veitingastað skammt heimili Allen og töldu sumir að hann hefði þekkt hana.  Mageau lifði af árásina og árið 1992, þegar honum var sýnd mynd af Allen, öskraði hann: „Þetta er hann! Hann er maðurinn sem skaut mig!“

Eitt Zodiac bréfanna

En meira kom til. Bryan Hartnell og Cecelia Shepard voru stungin við stöðuvatn, þar sem þau voru í nestisferð, þann 27. september 1969. Hartnell lifði af en Shepard ekki. Þann sama dag sást Allen með blóðuga hnífa, sem hann sagðist hafa notað til að drepa hænur. Allen átti skó sem pössuðu við skóför við líkinn og notaði sömu skóstærð.

Morðinginn málaði sama tákn og var á úri Allen á bíl Bryan Hartnell.

Síðasta þekkta fórnarlamb Zodiac var leigubílstjórinn Paul Stine sem var myrtur 11. október 1969 í San Francisco. Áratugum síðar sagði maður að nafni Ralph Spinelli, en sá þekkti Allen, lögreglunni að Allen hefði játað að vera Zodiac morðinginn og sagt að hann myndi „sanna það með því að fara til San Francisco og drepa leigubílstjóra.“

Líkindi?

Allen hlaut að vera morðinginn? Voigt heldur því fram að tímalínan í bréfum Zodiac endurspegli taugaveiklun Allens yfir að vera gripinn af yfirvöldum. Eftir að lögreglan tók viðtal við hann í ágúst 1971 hættu að berast bréf frá Zodiac í tvö og hálft ár.

Og eftir handtöku Allen fyrir barnaníð árið 1974 þagnaði Zodiac.

En Allen hélt alltaf fram sakleysi sínu og það fannst aldrei vottur af sönnunargögnum til að tengja hann við morðin.

Árið 1991 tjáði hann sig fyrst við fjölmiðla og sagðist ekki vera Zodiac morðinginn.

Ekkert af þeim fingra- og lófaförum sem fundust í bíl leigubílstjórans reyndist vera af Allen og sagan segir að DNA rannsókn hafi útilokað hann sem morðingjann. Það fer þó tvennum sögum af því.

Fórnarlömb Zodiac morðingjans.

Var Allen hugsanlega saklaus?

Nokkrir aðrir lágu undir grun, meðal annar ritstjóri dagblaðs, Richard Gaikowski, sem var lagður inn á sjúkrahús fyrir að fara „berserksgang.“ Zodiac bréfin hættu að berast þegar hann var lagður inn. Annar grunaðra var Lawrence Kane, en dulmálssérfræðingar héldu því fram fullum fetum að það væri sama nafnið og birtist ítrekað í leynitákum bréfanna.

Richard Gaikowski

Árið 2021 fullyrti teymi áhugamanna um gömul morðmál, að hinn seki hefði verið Gary Francis Poste, fyrrverandi hermaður sem hafði snúið sér að málun húsa. Hann mun einnig hafa leitt glæpagengi á áttunda áratug síðustu aldar og þeir sem lifðu að árásirnar sögðu að þau ör sem á honum væru, væru alveg eins og á morðingjanum. Og ekki nóg með það, væri nafn hans fundiði í bréfunum og fjarlægt, gjörbreyttust skilaboðin.

En enn þan dag í dag veit enginn nafn Zodiac morðingjans með vissu og er málinu enn haldið opnu.

Gary Poste

Arthur Leigh Allen lést árið 1992, 58 ára að aldri, eftir að hafa þjáðst af sykursýki til fjölda ára. Hann fór í gröfina, sverjandi að hann væri ekki Zodiac morðinginn og gafst aldrei upp við að reyna að hreinsa nafn sitt.

Voigt, sem hefur verið heltekinn af málinu í næstum 30 ár segir að innst inni telji hann Alle sekan. Það séu einfaldlega of margar ,,tilviljanir“ sem tengi hann við morðin.

En Voigt útilokar ekki sakleysi hans. ,,Þetta er mest heillandi morðmál tuttugustu aldarinnar,“ sagði hann í viðtali.

,,En því miður er ólíklegt að við fáum nokkra niðurstöðu héðan í frá.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Talaði Trump af sér?

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Sakamál: Var framið réttarmorð á Rebeccu eða er hún besti lygari í heimi?

Sakamál: Var framið réttarmorð á Rebeccu eða er hún besti lygari í heimi?
Pressan
Fyrir 2 dögum

Þessu máttu ekki sleppa ef þú vilt lifa lengi

Þessu máttu ekki sleppa ef þú vilt lifa lengi
Pressan
Fyrir 3 dögum

Heilinn getur skilið skrifaða setningu á „augabragði“

Heilinn getur skilið skrifaða setningu á „augabragði“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Hann naut trausts æðstu ráðamanna en undir fáguðu yfirborðinu leyndist skrímsli

Hann naut trausts æðstu ráðamanna en undir fáguðu yfirborðinu leyndist skrímsli
Pressan
Fyrir 4 dögum

Næringarfræðingar ráðleggja fólki að borða þetta ekki með banana

Næringarfræðingar ráðleggja fólki að borða þetta ekki með banana
Pressan
Fyrir 4 dögum

105 ára segir þetta vera lykilinn að langlífi

105 ára segir þetta vera lykilinn að langlífi