fbpx
Miðvikudagur 02.júlí 2025
Pressan

„Sögulega erfiðar aðstæður“ – Danir mega eiga von á fyrirvaralausu rafmagnsleysi í vetur

Kristján Kristjánsson
Laugardaginn 1. október 2022 18:00

Mynd úr safni. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ef veturinn verður í kaldara lagi og staðan í orkumálum batnar ekki geta Danir átt von á því að lokað verði fyrir rafmagnið hjá þeim í tvær klukkustundir af og til án þess að tilkynnt verði um lokunina fyrir fram. Ástæðan er einfaldlega að það verður ekki nægilegt rafmagn fyrir alla.

Í umfjöllun Danska ríkisútvarpsins um málið kemur fram að yfirvöld séu nú að fínpússa neyðaráætlanir sínar fyrir veturinn. Í þeim er gert ráð fyrir að til þess geti komið að loka þurfi fyrir rafmagn.

Góðu fréttirnar eru þó þær að ekki er öruggt að grípa þurfi til þessar áætlana. Kristoffer Böttzauw, forstjóri Energistyrselsen (danska orkustofnunin) sagði að samkvæmt núverandi spám verði ástandið ekki svo slæmt í vetur en líkurnar á því hafi aukist. Hann sagði að það séu ansi mörg ár síðan yfirvöld hafi unnið með sviðsmyndir sem þessar. Ef veturinn verði mjög harður og kaldur og um leið ekki mjög vindasamur þá komi ekki nóg orka frá vindmyllum landsins og þá steðji ákveðnir erfiðleikar að orkukerfinu.

Kristian Ruby, forstjóri samtaka evrópska rafmagnsfyrirtækja, Eurelectric, tók undir orð Böttzauw og sagði stöðuna sögulega erfiða. Nú verði að miða undirbúninginn við erfiðustu stöðuna í mörg, mörg ár. „Ég hika ekki við að segja 40-50 ár,“ sagði hann.

Lokað er fyrir athugasemdir
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Harmleikur á Englandi: 12 ára drengur látinn eftir samfélagsmiðlaáskorun

Harmleikur á Englandi: 12 ára drengur látinn eftir samfélagsmiðlaáskorun
Pressan
Fyrir 2 dögum

Ók svo hratt að ratsjá lögreglunnar gat ekki mælt hraðann

Ók svo hratt að ratsjá lögreglunnar gat ekki mælt hraðann
Pressan
Fyrir 3 dögum

Hvort kom á undan? Hænan eða eggið? Svarið sem beðið hefur verið eftir

Hvort kom á undan? Hænan eða eggið? Svarið sem beðið hefur verið eftir
Pressan
Fyrir 3 dögum

Fundu 1.800 ára gömul grafhýsi full af fjársjóðum

Fundu 1.800 ára gömul grafhýsi full af fjársjóðum
Pressan
Fyrir 4 dögum

Trump illa sáttur með gælunafnið sem framkvæmdastjóri NATO gaf honum – „Pabbi er kominn heim“

Trump illa sáttur með gælunafnið sem framkvæmdastjóri NATO gaf honum – „Pabbi er kominn heim“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Þriggja ára dóttir glæpaforingjans kom upp um felustað hans – Sjáðu myndbandið

Þriggja ára dóttir glæpaforingjans kom upp um felustað hans – Sjáðu myndbandið