fbpx
Laugardagur 20.apríl 2024
Pressan

Mollie hvarf sporlaust í hlaupatúrnum – Síðan dúkkuðu myndböndin upp

Kristján Kristjánsson
Sunnudaginn 9. janúar 2022 07:00

Mollie Tibbetts

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sólin var byrjuð að ganga niður í bænum Brooklyn í Iowa í Bandaríkjunum þann 18. júlí 2018. Það hafði verið heiðskírt um daginn og sólin hitaði malbakið í bænum upp. Mollie T’ibbetts, sem var tvítug, klæddi sig í hlaupafatnaðinn sinn. Bleikan topp og svartar stuttbuxur og hlaupaskó. Hún setti sítt dökk hárið í tagl og FitBit-úr. Síðan fór hún út að hlaupa óafvitandi að það var fylgst vel með henni. Hún var elt.

Mollie fæddist í San Francisco 8. maí 1998. Þegar hún var byrjuð í öðrum bekk grunnskóla ákváðu foreldrar hennar að skilja. Mollie flutti með móður sinni og tveimur bræðrum, Scott og Jake, til Brooklyn í Iowa. Skólafélagar hennar þar segja hana hafa verið trausta og góða stúlku, góða fyrirmynd fyrir bekkjarfélaga sína. Hún elskaði Harry Potter og Konung ljónanna.

„Það var ekkert illt i henni. Maður gat ekki annað en elskað hana,“ sagði Katie Murphy, grunnskólakennari, í samtali við The Des Moines Register.

Mollie hafði mikinn áhuga á leiklist og tók þátt í mörgum leiksýningum. Hún elskaði að vera á sviði, bæði í leikhúsinu og að halda ræður. Hún hafði sérstakan áhuga á andlegri heilsu og einelti.

Ástfangin

Eftir fótboltaleik í október 2015 hitti Mollie Dalton Jack sem varð kærasti hennar næstu þrjú árin. Þegar hann rifjaði fyrstu kynni þeirra upp í samtali við The Des Moines Register sagðist hann hafa kolfallið fyrir henni við fyrstu sýn. „Vinur minn og ég sátum í bíl og vinkona Mollie kom til að tala við hann. Mollie kom til mín. Ég fékk strax símanúmerið hennar. Hún fékk mig til að hlæja og ég verð að viðurkenna að mér fannst hún falleg,“ sagði hann.

Þau urðu par og héldu sambandinu áfram þegar Mollie hóf sálfræðinám við University of Iowa 2017 en það er í um klukkustundar akstursfjarlægð frá Brooklyn. Þau hittust um hverja helgi og oft í miðri viku.

Síðasta Snapchatmyndin

Þegar Mollie hafði lokið fyrsta árinu í háskólanum fór hún heim til Brooklyn til að vinna í sumarbúðum fyrir börn en það hafði hún líka gert árið áður.

Þann 18. júlí var hún ein heima hjá Dalton sem var við vinnu utanbæjar. Hún gætti hundanna hans. Það var hlýtt þegar kom fram á kvöld, 23 gráður, og Mollie ákvað að fara út að hlaupa. Þegar hún var búin að klæða sig í hlaupafatnaðinn tók hún sjálfsmynd og sendi Dalton á Snapchat. Þegar hann opnaði myndina nokkru klukkustundum síðar var Mollie líklega látin.

Mollie Tibbets

„Hún fór út að hlaupa á hverju kvöldi. Henni fannst gott að hlaupa á meðan sólin var enn á lofti. Mollie þekkti bæinn vel, miklu betur en ég og ég hef búið hér alla ævi,“ sagði Dalton í samtali við ABC News.

Hann opnaði skilaboðin frá Mollie um klukkan 22 og tók eftir að myndin var tekin innanhúss. Hann svaraði skilaboðunum ekki og fór að sofa.

Þegar hann vaknaði næsta morgun sendi hann Mollie skilaboð og bauð henni góðan dag. Síðan sendi hann önnur skilaboð. Þau voru ekki lesin en hann tók ekki eftir því.

Síðan hringdi síminn hans, það var yfirmaður Mollie í sumarbúðunum sem sagði að Mollie væri ekki komin í vinnu. Dalton hringdi í vini og ættingja en enginn hafði heyrt frá Mollie.

Foreldrar Mollie settu sig í samband við lögregluna og tilkynntu um hvarf hennar. „Þetta er svo ólíkt Mollie. Að mæta ekki í vinnuna, að láta vinnuveitandann ekki vita og segja ekkert við kærastann, bræður sína eða mig,“ sagði móðir hennar, Laura Calderwood, í samtali við ABC News.

FBI kemur að málinu

Fréttin um hvarf Mollie spurðist fljótt út og fjölmiðlar fjölluðu mikið um málið. Þann 22. júlí hafði enn ekkert spurst til hennar og málið fékk sífellt meiri athygli á samfélagsmiðlum. Myndum af Mollie var dreift og fjölskylda hennar ræddi við fjölmiðla.

Þann 3. ágúst var 200.000 dollurum heitið í verðlaun fyrir upplýsingar sem leiddu til þess að Mollie fyndist.

Auglýst var eftir Mollie. Mynd:Getty

Tveimur dögum síðar fannst lík í um 160 kílómetra fjarlægð frá Brooklyn. Það var eins og tíminn stæði í stað hjá mörgum. Lögreglan sagði að um lík af hvítri konu um tvítugt væri að ræða. En þetta var ekki Mollie.

Fjölskylda hennar hækkaði verðlaunaféð enn frekar.

Auglýst var víða eftir Mollie. Mynd:Getty

 

 

 

 

 

 

 

Í lok júlí er alríkislögreglan FBI fengin til að koma að rannsókn málsins. 15 lögreglumenn á hennar vegum hefja rannsókn á því. Þeir eiga að kanna hvort hægt sé að afla upplýsinga úr FitBit-úri Mollie til að rekja slóð hennar.

Líkfundur

Þann 21. ágúst fannst lík Mollie á kornakri í bænum Guernsey en hann er í um 15 mínútna akstursfjarlægð frá Brooklyn. Líkið var hulið með blöðum maísstöngla.

Lögreglan boðaði í framhaldinu til fréttamannafundar og skýrði frá því að það hafi verið morðinginn sem benti á lík Mollie. Það hafði komist upp um hann á upptökum eftirlitsmyndavéla. Hér fyrir neðan er hægt að sjá hluta af þeim upptökum.

Á upptökunni sást að svartri Chevrolet Malibu bifreið var ekið fram og aftur um götur Brooklyn áður en ökumaðurinn tók stefnuna á Mollie sem hljóp eftir gangstéttinni. Ökumaðurinn var Christhian Bahena Rivera, 24 ára.

Rick Rahn, lögreglumaður, sagði á fréttamannafundinum að ekki væri annað að sjá en Christhian hafi elt Mollie. Hann hafi tekið eftir henni og af einhverri ástæðu hafi hann ákveðið að nema hana á brott.

Þegar Christhian var yfirheyrður sagðist hann hafa orðið mjög hræddur þegar Mollie sagðist ætla að hringja í lögregluna. Að öðru leyti sagðist hann ekki muna eftir því sem gerðist fyrr en hann var aftur sestur inn í bílinn sinn. Þá lá Mollie í farangursrýminu.

Hann bar hana síðan út á maísakurinn og huldi lífvana líkama hennar með maísblöðum.

Krufning leiddi í ljós að Mollie hafði verið stunginn margoft.

Trump reyndi að nýta sér málið

Skömmu eftir að Christhian var handtekinn kom í ljós að hann var ekki með dvalarleyfi í Bandaríkjunum en hann er frá Mexíkó. Þáverandi forseti, Donald Trump, reyndi að notfæra sér málið í pólitískum tilgangi og nefndi nafn Mollie í tengslum við múrinn mikla sem hann hugðist reisa á landamærunum við Mexíkó. Hann sagði Christhian vera ólöglegan innflytjanda og sagði málið kalla á harðari lög um innflytjendur.

Cristhian Bahena Rivera. Skjáskot/YouTube

Fjölskylda Mollie var allt annað en sátt við þetta og lét heyra í sér og sagði að ekki ætti að nota nafn Mollie í tengslum við pólitíska baráttu eða valdabaráttu. Við útför hennar sagði faðir hennar, Rob Tibbetts, að fólk frá Latnesku-Ameríku væri meðal íbúa Iowa og hafi sömu viðmið og aðrir. „Að mínu mati eru þeir Iowa-búar sem borða betri mat en hin.“

Réttarhöldin

Réttarhöld hófust yfir Christhian um miðjan maí 2021 en þeim hafði ítrekað verið frestað vegna heimsfaraldurs kórónuveirunnar.

Fyrir dómi sagðist hann ekki hafa drepið Mollie, það hefðu tveir grímuklæddir menn gert, þeir hefðu verið vopnaðir hnífum og skotvopnum. Hann sagði þá hafa komið heim til hans og neytt hann út í bíl. Síðan hafi þeir skipað honum að aka um og síðan stöðva þegar þeir sáu Mollie á hlaupum. Hann sagði að annar mannanna hafi farið út úr bílnum í 10 til 12 mínútur en síðan komið aftur og sett eitthvað þungt í skottið. Hann sagði að þeir hafi síðan hótað að drepa unnustu hans og dóttur ef hann segði frá því sem hafði gerst. Síðan hafi þeir látið sig hverfa á brott.

En kviðdómur lagði engan trúnað á þennan framburð hans og fann hann sekan um morðið á Mollie. Hann var dæmdur í ævilangt fangelsi án möguleika á reynslulausn.

Byggt á umfjöllun The Des Moines Register, ABC News, CNN, USA Today og fleiri miðla.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Stöð 2 lækkar verð
Pressan
Í gær

Lögð í einelti í menntaskóla – Nú vilja gerendurnir ólmir vinna hjá henni

Lögð í einelti í menntaskóla – Nú vilja gerendurnir ólmir vinna hjá henni
Pressan
Fyrir 2 dögum

Megrunarlyf á að stöðva dauðaferli heilafruma – „Þetta lofar góðu“

Megrunarlyf á að stöðva dauðaferli heilafruma – „Þetta lofar góðu“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Laus úr fangelsi og brátt laus úr hjónabandi – Þetta var dropinn sem fyllti mælinn

Laus úr fangelsi og brátt laus úr hjónabandi – Þetta var dropinn sem fyllti mælinn
Pressan
Fyrir 2 dögum

Varpa fram athyglisverðri kenningu um hamfararigninguna í Dúbaí

Varpa fram athyglisverðri kenningu um hamfararigninguna í Dúbaí
Pressan
Fyrir 3 dögum

Við fórum heim til hans eftir stefnumótið – Síðan festist typpið hans í teinunum mínum

Við fórum heim til hans eftir stefnumótið – Síðan festist typpið hans í teinunum mínum
Pressan
Fyrir 3 dögum

Hinir einu sönnu síamstvíburar: Kvæntust systrum og eignuðust yfir 20 börn

Hinir einu sönnu síamstvíburar: Kvæntust systrum og eignuðust yfir 20 börn