fbpx
Þriðjudagur 16.apríl 2024
Pressan

Gera tilraun með fjögurra daga vinnuviku

Kristján Kristjánsson
Sunnudaginn 19. júní 2022 09:45

Myndin tengist fréttinni ekki beint.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Nú er hafin tilraun hjá 70 breskum fyrirtækjum þar sem um 3.000 starfsmenn þeirra munu vinna fjóra daga í viku og halda óbreyttum launum.

Tilrauninni lýkur í desember en fólkið, sem stendur fyrir henni, segir að þetta sé stærsta tilraun þessarar tegundar í heiminum til þessa.

Fyrirtækin greiða starfsfólkinu óbreytt laun þrátt fyrir að það vinni aðeins 80% af þeim tíma sem það myndi annars gera. Á móti hefur starfsfólkið lofað að skila sömu framleiðni og áður.

Það eru samtökin 4 Day Work Week Global sem standa fyrir tilrauninni ásamt hugveitunni Autonomy og vísindamönnum frá Cambridge háskóla, Oxford háskóla og Boston háskóla.

Vísindamenn frá háskólunum munu í samvinnu við fyrirtækin, sem taka þátt, mæla hvaða áhrif fjögurra daga vinnuvika hefur á framleiðnina, vellíðan starfsfólksins, vinnuumhverfið og jafnrétti. Jótlandspósturinn skýrir frá þessu.

Joe O‘Conner, forstjóri 4 Day Week Global, segir að Bretland sé mikilvægt land í tengslum við fjögurra daga vinnuviku. „Á meðan við erum á leið út úr heimsfaraldrinum sjá sífellt fleiri fyrirtæki að lífsgæði eru ný samkeppnisskilyrði og að styttri vinnutími og meiri áhersla á árangurinn sé það sem geti gert vinnustaðinn meira aðlaðandi,“ sagði hann.

Julia Schor, félagsfræðiprófessor við Boston háskóla og stjórnandi rannsóknarinnar, sagði að vísindamennirnir muni greina viðbrögð starfsfólksins við aukafrídegi, stress, vinnu- og lífsgleði, heilbrigði og svefn.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Vísindamanni er brugðið vegna niðurstöðu nýrrar rannsóknar

Vísindamanni er brugðið vegna niðurstöðu nýrrar rannsóknar
Pressan
Fyrir 2 dögum

4.300 ára grafhýsi gegndi ákveðnu hlutverki

4.300 ára grafhýsi gegndi ákveðnu hlutverki
Pressan
Fyrir 4 dögum

Fimm í lífshættu eftir sprengingu í Danmörku – Talið að þurrsjampó hafi komið við sögu

Fimm í lífshættu eftir sprengingu í Danmörku – Talið að þurrsjampó hafi komið við sögu
Pressan
Fyrir 4 dögum

Prestur brann til bana þegar kviknaði í kufli hans í messu

Prestur brann til bana þegar kviknaði í kufli hans í messu