fbpx
Fimmtudagur 02.desember 2021
Pressan

Ekki fleiri hatursglæpir í Bandaríkjunum í 12 ár

Kristján Kristjánsson
Sunnudaginn 5. september 2021 20:30

mynd/FBI

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Samkvæmt nýrri samantekt bandarísku alríkislögreglunnar FBI þá voru 7.759 hatursglæpir skráðir í Bandaríkjunum á síðasta ári og voru þeir 6% fleiri en árið á undan. Mesta aukningin var í árásum á svart fólk og fólk af asískum uppruna. Fjöldi hatursglæpa hefur ekki verið meiri í 12 ár að því er segir í skýrslunni.

Skýrslan byggist á tölum frá rúmlega 15.000 lögregluembættum og löggæslustofnunum. Frá 2014 hefur hatursglæpum fjölgað um 42%.

Árásum á svart fólk fjölgaði um 40% á síðasta ári miðað við árið 2019 og voru 2.755 en voru 1.930 árið á undan. Árásum á fólk af asískum uppruna fjölgaði um 70% á milli ára, voru 158 árið 2019 en 274 í fyrra. Árásum á hvítt fólk fjölgaði um 16% og voru 773 á síðasta ári.

Hvað varðar brotamenn þá voru 55% þeirra hvítir, 20% svartir, 6% af blönduðum kynþætti, 1% asískir og ekki er vitað um kynþátt 16% þeirra.

Hatursglæpum, sem beindust gegn múslimum og gyðingum, fjölgaði einnig. Gegn múslimum um 42% og um 30% gegn gyðingum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Dularfullt mál – Tveimur konum var hent fyrir framan sitthvort sjúkrahúsið – Nú eru þær báðar dánar

Dularfullt mál – Tveimur konum var hent fyrir framan sitthvort sjúkrahúsið – Nú eru þær báðar dánar
Pressan
Í gær

Þetta er línuritið sem allir tala um – Sláandi munur

Þetta er línuritið sem allir tala um – Sláandi munur
Pressan
Fyrir 2 dögum

Óvæntar vendingar í máli Bill Cosby

Óvæntar vendingar í máli Bill Cosby
Pressan
Fyrir 2 dögum

Hrottaleg meðferð foreldra á 16 ára pilti – Laminn og kallaður bjáni og hundur

Hrottaleg meðferð foreldra á 16 ára pilti – Laminn og kallaður bjáni og hundur
Pressan
Fyrir 2 dögum

Átti erfitt með þvaglát – Ástæðan kom læknum gríðarlega á óvart

Átti erfitt með þvaglát – Ástæðan kom læknum gríðarlega á óvart
Pressan
Fyrir 2 dögum

Donald Trump yngri birti stórfurðulegt myndband af föður sínum – „Það er eitthvað að þessari fjölskyldu“

Donald Trump yngri birti stórfurðulegt myndband af föður sínum – „Það er eitthvað að þessari fjölskyldu“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Réttarhöldin sem hinir ríku og frægu óttast – Verjandi telur að lögmenn hafi „ráðskast“ með minningar þolenda – „Hún er ekki Jeffrey Epstein“

Réttarhöldin sem hinir ríku og frægu óttast – Verjandi telur að lögmenn hafi „ráðskast“ með minningar þolenda – „Hún er ekki Jeffrey Epstein“
Pressan
Fyrir 3 dögum

14 af hverjum 15 sem látast af völdum COVID-19 í Bandaríkjunum eru óbólusettir

14 af hverjum 15 sem látast af völdum COVID-19 í Bandaríkjunum eru óbólusettir
Pressan
Fyrir 3 dögum

Norskur þingmaður fékk óhugnanlegt bréf – Fékk kökk í hálsinn þegar hann sá frá hverjum það var

Norskur þingmaður fékk óhugnanlegt bréf – Fékk kökk í hálsinn þegar hann sá frá hverjum það var