fbpx
Laugardagur 04.desember 2021
Pressan

Grípa til aðgerða til að hemja aukna notkun skotvopna í New York

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 7. júlí 2021 21:00

Mynd úr safni.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Andrew Cuomo, ríkisstjóri í New York, tók í bremsuna í gær og greip til margvíslegra neyðarráðstafana til að berjast gegn aukinni notkun skotvopna í ríkinu. Meðal annars verður nú auðveldara fyrir fórnarlömb skotárása að sækja vopnaframleiðendur til saka. Með þessu getur New York sniðgengið alríkislöggjöf á þessu sviði sem verndar vopnaframleiðendur að mestu fyrir lögsóknum.

Í yfirlýsingu frá Cuomo segir að ofbeldi tengt skotvopnanotkun hafi þróast yfir í „skelfingarástand“ í Bandaríkjunum.

Yfirlýsing hans og aðgerðir koma í kjölfar frétta um að afbrot aukist nú í New York City og fleiri bandarískum stórborgum.

„Ef þú skoðar nýjustu tölur þá sést að fleiri deyja af völdum ofbeldisverka tengdum skotvopnum og afbrotum en af völdum COVID-19. Þetta er vandamál á landsvísu. Einhver verður að stíga fram og takast á við vandann því framtíð okkar veltur á því,“ segir í yfirlýsingu ríkisstjórans.

Auk þess að gera fórnarlömbum auðveldara fyrir með að sækja vopnaframleiðendur til saka ætlar Cuomo að tilnefna sérstakan verkefnastjóra sem á að skoða hvernig er hægt að draga úr skotárásum í New York. Einnig verður sérstök deild sett á laggirnar hjá lögreglunni og er henni ætlað að koma í veg fyrir að vopn berist ólöglega til ríkisins frá öðrum ríkjum.

Vopnalöggjöfin í New York er ein sú harðasta í Bandaríkjunum í dag en það er auðvelt fyrir íbúa ríkisins að skjótast til nágrannaríkjanna Pennsylvania og New Jersey til að kaupa vopn en þar er vopnalöggjöfin mun frjálslegri.

Cuomo skrifaði einnig undir lög í gær sem eiga að koma í veg fyrir að fólk sem er eftirlýst vegna afbrota geti keypt sér vopn.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Tveir handteknir grunaðir um að hafa kveikt í bólusetningarmiðstöð í Horsens – Eiga allt að 10 ára fangelsi yfir höfði sér

Tveir handteknir grunaðir um að hafa kveikt í bólusetningarmiðstöð í Horsens – Eiga allt að 10 ára fangelsi yfir höfði sér
Pressan
Í gær

Þessu vinna bóluefnaframleiðendur að núna vegna Ómíkron

Þessu vinna bóluefnaframleiðendur að núna vegna Ómíkron
Pressan
Fyrir 2 dögum

Óveður í Danmörku – Neyddust til að gista í verslun IKEA

Óveður í Danmörku – Neyddust til að gista í verslun IKEA
Pressan
Fyrir 2 dögum

Eiginkona glæpaforingja dæmd í fangelsi

Eiginkona glæpaforingja dæmd í fangelsi
Pressan
Fyrir 3 dögum

Þetta er línuritið sem allir tala um – Sláandi munur

Þetta er línuritið sem allir tala um – Sláandi munur
Pressan
Fyrir 3 dögum

LeBron James smitaður af kórónuveirunni

LeBron James smitaður af kórónuveirunni
Pressan
Fyrir 4 dögum

Hrottaleg meðferð foreldra á 16 ára pilti – Laminn og kallaður bjáni og hundur

Hrottaleg meðferð foreldra á 16 ára pilti – Laminn og kallaður bjáni og hundur
Pressan
Fyrir 4 dögum

Skelfilegt slys – Viðbrögð lögreglumannsins voru ótrúleg

Skelfilegt slys – Viðbrögð lögreglumannsins voru ótrúleg