fbpx
Föstudagur 22.október 2021

Skotvopn

Nú mega Texasbúar bera skotvopn á almannafæri án þess að hylja þau

Nú mega Texasbúar bera skotvopn á almannafæri án þess að hylja þau

Pressan
03.09.2021

Á miðvikudaginn tóku ný skotvopnalög gildi í Texas. Samkvæmt þeim mega flestir íbúar ríkisins, sem eiga löglegt skotvopn, bera skotvopn á almannafæri án þess að hylja það og án þess að hafa hlotið þjálfun í meðferð skotvopna. Sérfræðingar segja að þetta muni gera lögreglunni erfiðara fyrir við að vernda almenning fyrir ofbeldisverkum þar sem skotvopnum er Lesa meira

„Ömmur kaupa haglabyssur“ – Skortur á skotfærum

„Ömmur kaupa haglabyssur“ – Skortur á skotfærum

Pressan
07.08.2021

Eigendur bandarískra skotvopnaverslana segja að skotfæri seljist á methraða þessar vikurnar en heimsfaraldur kórónuveirunnar kyndir mjög undir ótta almennings um öryggi sitt og fjölgun afbrota. Skotvopn hafa selst mjög vel síðan faraldurinn skall á vegna ótta almennings við upplausn og aukningu glæpa en einnig hafa sumir einfaldlega haft meiri tíma til veiða. En í öll Lesa meira

Ofbeldisalda í Bandaríkjunum – Vekur ótta í stórborgunum

Ofbeldisalda í Bandaríkjunum – Vekur ótta í stórborgunum

Pressan
15.07.2021

Ofbeldisalda geisar nú í mörgum borgum og bæjum í Bandaríkjunum. Deilt er um hverjar ástæðurnar fyrir þessu eru en ljóst er að þetta veldur ákveðnum þrýstingi á stjórn Joe Biden. Skemmst er að minnast að um þjóðhátíðarhelgina voru 850 skotnir í landinu, bæði börn og fullorðnir. Gögn frá Gun Violence Archive, sem eru samtök sem skrá alla Lesa meira

Grípa til aðgerða til að hemja aukna notkun skotvopna í New York

Grípa til aðgerða til að hemja aukna notkun skotvopna í New York

Pressan
07.07.2021

Andrew Cuomo, ríkisstjóri í New York, tók í bremsuna í gær og greip til margvíslegra neyðarráðstafana til að berjast gegn aukinni notkun skotvopna í ríkinu. Meðal annars verður nú auðveldara fyrir fórnarlömb skotárása að sækja vopnaframleiðendur til saka. Með þessu getur New York sniðgengið alríkislöggjöf á þessu sviði sem verndar vopnaframleiðendur að mestu fyrir lögsóknum. Lesa meira

Að minnsta kosti 150 skotnir til bana um þjóðhátíðarhelgina

Að minnsta kosti 150 skotnir til bana um þjóðhátíðarhelgina

Pressan
06.07.2021

Að minnsta kosti 150 manns voru skotnir til bana í rúmlega 400 skotárásum í Bandaríkjunum um nýliðna helgi, þjóðhátíðarhelgina. Flestir áttu þriggja daga helgarfrí þar sem þjóðhátíðardaginn 4. júlí bar upp á sunnudag og því frí í gær í staðinn. Samkvæmt tölum frá Gun Violence Archive voru að minnsta kosti 150 skotnir til bana í rúmlega 400 skotárásum víða Lesa meira

Svíar tróna á toppi dapurlegs lista – Hvergi í Evrópu eru fleiri myrtir með skotvopnum

Svíar tróna á toppi dapurlegs lista – Hvergi í Evrópu eru fleiri myrtir með skotvopnum

Pressan
27.05.2021

Svíar tróna á toppi dapurlegs lista yfir þau Evrópuríki þar sem flestir eru myrtir með skotvopnum. 22 ríki eru á listanum en hann nær yfir tímabilið frá 2000 til 2019. Hann sýnir að almennt séð fækkaði morðum með skotvopnum á þessum tíma í Evrópu nema í Svíþjóð þar sem þeim fjölgaði mikið. Samkvæmt frétt Sænska Lesa meira

Biden vill herða skotvopnalöggjöfina – Vill banna hálfsjálfvirk og sjálfvirk skotvopn

Biden vill herða skotvopnalöggjöfina – Vill banna hálfsjálfvirk og sjálfvirk skotvopn

Pressan
24.03.2021

Joe Biden, Bandaríkjaforseti, sagði í gær að hann vilji banna fjölda hálfsjálfvirkra og sjálfvirkra skotvopna. Þessi orð lét hann falla í kjölfar fjöldamorðs í Boulder í Colorado þar sem 21 árs maður skaut tíu til bana á mánudaginn. Í síðustu viku voru átta skotnir til bana á þremur nuddstofum í Atlanta í Georgíu og var sami maðurinn að verki á Lesa meira

Sænsk amma faldi sprengiefnið í brjóstahaldaranum

Sænsk amma faldi sprengiefnið í brjóstahaldaranum

Pressan
11.03.2021

Í júlí á síðasta ári gerði sænska lögreglan húsleit í íbúð í Alby. Þar fundust þrjú skotvopn og eitt kíló af sprengiefni. Kona á sjötugsaldri reyndi að fela sprengiefnið fyrir lögreglunni með því að setja það í brjóstahaldarann sinn en það komst upp um hana. Lögreglan gerði húsleitina eftir að hún fann kókaín sem var talið Lesa meira

Bandaríkjamenn hamstra skotvopn sem aldrei fyrr

Bandaríkjamenn hamstra skotvopn sem aldrei fyrr

Pressan
11.09.2020

Smith & Wesson er einn stærsti og þekktasti skotvopnaframleiðandinn í Bandaríkjunum og óhætt er að segja að vel gangi hjá fyrirtækinu þessi misserin. Á öðrum ársfjórðungi rúmlega tvöfaldaðist velta fyrirtækisins miðað við sama tíma í fyrra. Veltan á öðrum ársfjórðungi var 230 milljónir dollara sem er 141% aukning frá sama tíma í fyrra. Financial Times hefur eftir Mark Smith, forstjóra Smith & Wesson, að mikil Lesa meira

Vopnabúr gert upptækt í Garðabæ

Vopnabúr gert upptækt í Garðabæ

11.03.2019

Þann 23. ágúst árið 1989 greindi DV frá því að lögreglan í Hafnarfirði hefði lagt hald á mikið magn af skotvopnum. Alls fimmtán hólka af ýmsum stærðum og gerðum. Sumar byssurnar voru einhleypur, aðrar tvíhleypur og sumar marghleypur. Reyndar var um að ræða svokallaðar túttubyssur og hinir seku voru hópur af börnum úr Hafnarfirði og Garðabæ. Voru gerendurnir Lesa meira

Mest lesið

Ekki missa af