fbpx
Fimmtudagur 13.maí 2021
Pressan

Varar við uppgangi öfgahægrimanna í skjóli heimsfaraldursins

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 9. apríl 2021 06:59

Höfuðstöðvar leyniþjónustu dönsku lögreglunnar, PET. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Leyniþjónusta dönsku lögreglunnar, PET, varar við uppgangi öfgahægrimanna í skjóli heimsfaraldursins í nýju hættumati hvað varðar hryðjuverk og aðrar ógnir er kunna að steðja að Danmörku.

Samsæriskenningar og innræting öfgahyggju hjá fólki sem er jafnvel reiðubúið til að beita ofbeldi er nú meðal þeirra þátta sem PET varar við hættunni af.

Í hættumatinu kemur fram að andstaða við aðgerðir ríkisstjórnarinnar vegna heimsfaraldursins „geti leitt til líflátshótana, borgaralegrar óhlýðni, íkveikja, skemmdarverka og ofbeldisverka sem geti í lögfræðilegum skilningi verið hryðjuverk“.

Hættumatið var sent út eftir að reynt var að kveikja í sýnatöku- og bólusetningamiðstöð í Ballerup um miðjan mars með eldsprengjum. Ekki er vitað hvað lá að baki tilrauninni sem fór út um þúfur. Í kjölfarið jók lögreglan öryggisráðstafanir við sýnatöku- og bólusetningamiðstöðvar.  Þá hafa margir sótt mótmæli sem boðað hefur verið til gegn sóttvarnaráðstöfunum og nýjum farsóttalögum.

Í hættumatinu kemur fram að aukin áhersla á andstöðu við yfirvöld „geti haft áhrif á þau skotmörk sem öfgahægrimenn velja“. PET leggur þó áherslu á að heimsfaraldurinn sé ekki stór drifkraftur hvað varðar hryðjuverk í landinu en hann hafi þó reitt marga til reiði, sérstaklega þá sem eru á móti sóttvarnaráðstöfunum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Það sem ekki átti að geta gerst gerðist – Var úti á miðri glerbrú þegar glerið fauk úr

Það sem ekki átti að geta gerst gerðist – Var úti á miðri glerbrú þegar glerið fauk úr
Pressan
Fyrir 2 dögum

Hlébarði hefur gengið laus nærri kínverskri stórborg í rúma viku

Hlébarði hefur gengið laus nærri kínverskri stórborg í rúma viku
Pressan
Fyrir 2 dögum

Heimsfaraldurinn leikur Indverja grátt og við bætist annar hryllingur – „Þetta er martröð ofan í faraldurinn“

Heimsfaraldurinn leikur Indverja grátt og við bætist annar hryllingur – „Þetta er martröð ofan í faraldurinn“
Pressan
Fyrir 2 dögum

NASA gagnrýnir Kínverja fyrir ábyrgðarleysi í geimnum

NASA gagnrýnir Kínverja fyrir ábyrgðarleysi í geimnum
Pressan
Fyrir 3 dögum

Nýjar upplýsingar í máli Anne-Elisabeth – „Hún hafði fengið nóg“

Nýjar upplýsingar í máli Anne-Elisabeth – „Hún hafði fengið nóg“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Spendýr með stóra heila eru kannski ekki svo greind

Spendýr með stóra heila eru kannski ekki svo greind
Pressan
Fyrir 4 dögum

Fólk er tilbúið í bólfarir – Sala á smokkum tekur mikinn kipp

Fólk er tilbúið í bólfarir – Sala á smokkum tekur mikinn kipp
Pressan
Fyrir 4 dögum

Segir að Kínverjar auki kúgun sína og séu árásargjarnir

Segir að Kínverjar auki kúgun sína og séu árásargjarnir