fbpx
Fimmtudagur 13.maí 2021
Pressan

Segja að svartur maður hafi verið skotinn í hnakkann af lögreglunni í Norður-Karólínu

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 28. apríl 2021 05:27

Andrew Brown Jr. Skjáskot/YouTube

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Bandaríska alríkislögreglan FBI hefur hafið rannsókn á manndrápi í Elizabeth City í Norður-Karólínu þann 21. apríl síðastliðinn. Þá skaut lögreglan Andrew Brown Jr, 42 ára svartan mann, til bana. Dómsmálaráðuneytið mun koma að rannsókninni til að skera úr um hvort alríkislög hafi verið brotin. Roy Cooper, ríkisstjóri í Norður-Karólínu, hefur farið fram á að sérstakur saksóknari verði settur til að rannsaka málið á vegum ríkisins. Ættingjar Brown segja að hann hafi verið skotinn í hnakkann af lögreglunni.

Samkvæmt frétt Sky News þá var Brown að aka á brott frá lögreglunni, sem hugðist handtaka hann, þegar hann var skotinn fimm skotum. Eitt lenti í hnakka hans. Þetta sögðu lögmenn fjölskyldu hans í gær eftir að niðurstöður óháðrar krufningar lágu fyrir. Lögmennirnir sögðu að fjögur skot hafi lent í hægri handlegg Brown áður en hann var skotinn í hnakkann.

Sjö lögreglumenn, sem voru á vettvangi, hafa verið leystir frá störfum tímabundið. Þeir starfa allir hjá Pasquotank County Sheriff. Tommy Wooten, lögreglustjóri, segir að lögreglumennirnir hafi verið með handtökuskipun á hendur Brown vegna fíkniefnamáls. Hann sagði að atburðarásin hafi verið mjög stutt eða tæpar 30 sekúndur.

Ættingjar Brown efast um að lögreglan hafi haft ástæðu til að beita skotvopnum gegn Brown. „Í gær sagði ég að hann hefði verið tekinn af lífi. Þessi krufningarskýrsla sannar að það var rétt,“ sagði Khalil Ferebee, sonur Brown, við fréttamenn í gær.

Lögmenn kynna niðurstöður krufningarinnar. Mynd:Getty

Lögmenn fjölskyldunnar hafa einnig sagt drápið vera „aftöku“ og segja að lögreglumenn hafi skotið á Brown þegar hann ók á brott frá þeim. Þeir saka embættismenn einnig um að leyna sönnunargögnum en lögmennirnir hafa aðeins fengið að sjá 20 sekúndna upptöku úr búkmyndavél eins lögreglumannsins. Ben Crump, lögmaður, sagði að líklega væru til upptökur úr að minnsta kosti níu myndavélum, þar af fjölda búkmyndavéla og myndavélum lögreglubifreiða. Hann sagði að lögmaður Pasquotank County hafi ekki sýnt fjölskyldu Brown eða lögmönnum hennar þessar upptökur.

Opinber krufningarskýrsla dánardómsstjóra hefur ekki enn verið birt en á dánarvottorði kemur fram að Brown hafi látist af völdum byssukúlu sem lenti í höfði hans.

„Þetta var skot, sem átti að drepa, sem lenti í hnakka hans. Það fór inn neðst í hnakkanum, neðst í höfuðkúpunni og endaði í heilanum. Það varð honum að bana,“ sagði Crump í gær og vísaði þar í krufningarskýrslu Brent Hall, óháðs sérfræðings.

Á fréttamannafundinum í gær voru ættingjar Brown auk kvenna sem eiga það sameiginlegt að lögreglan varð sonum þeirra að bana. Þær fordæmdu drápið á Brown. „Þetta er það sem þeir gera í samfélögum svartra og litaðra. Þeir koma hingað, þeir misþyrma, þeir ógna, þeir drepa,“ sagði Gwen Carr en sonur hennar, Eric Garner, lést eftir að lögreglumaður tók hann hálstaki. „Það sem þeir gera okkur er hryllilegt. Þessu verður að linna, þessu verður að linna,“ sagði Carr.

Í kjölfar drápsins á Brown kom til mótmæla í nokkrar nætur í Elizabeth City.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

NASA gagnrýnir Kínverja fyrir ábyrgðarleysi í geimnum

NASA gagnrýnir Kínverja fyrir ábyrgðarleysi í geimnum
Pressan
Fyrir 2 dögum

Segir indversku ríkisstjórnina hafa klúðrað góðum árangri í baráttunni við kórónuveiruna

Segir indversku ríkisstjórnina hafa klúðrað góðum árangri í baráttunni við kórónuveiruna
Pressan
Fyrir 3 dögum

Spendýr með stóra heila eru kannski ekki svo greind

Spendýr með stóra heila eru kannski ekki svo greind
Pressan
Fyrir 3 dögum

Elon Musk segir að hugsanlega snúi ekki allir geimfarar aftur lifandi frá Mars

Elon Musk segir að hugsanlega snúi ekki allir geimfarar aftur lifandi frá Mars
Pressan
Fyrir 4 dögum

Segir að Kínverjar auki kúgun sína og séu árásargjarnir

Segir að Kínverjar auki kúgun sína og séu árásargjarnir
Pressan
Fyrir 4 dögum

Taívan undirbýr sig undir stríð

Taívan undirbýr sig undir stríð