fbpx
Laugardagur 05.júlí 2025
Pressan

Bandarískt herskip skaut að írönskum herskipum

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 28. apríl 2021 07:55

Einn af hinum hraðskreiðu bátum íranska byltingarvarðarins. Mynd:EPA

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Áhöfnin á bandaríska herskipinu Firebolt skaut á mánudaginn aðvörunarskotum að þremur írönskum herskipum sem komu of nærri herskipinu. Voru þeir þá í um 60 metra fjarlægð frá því. Þetta gerðist í Persaflóa.

Írönsku herskipin, eða öllu heldur hraðskreiðir bátar, voru frá Íranska byltingarverðinum. Þau sigldu of nærri Firebolt og öðru bandarísku herskipi sem voru á alþjóðlegu hafsvæði í Persaflóa.

Bandaríkjaher skýrði frá þessu í gær.

Svipaðir atburðir hafa átt sér stað öðru hvoru síðustu fimm ár en þó hefur verið lítið um þá síðasta árið.

Bandarískir embættismenn segja að ekki sé hægt að segja til um hvað Íranir höfðu í huga en benda einnig á að oft séu það yfirmenn á hverjum stað en ekki háttsettir leiðtogar landsins sem standa á bak við atburði sem þessa.

Í tilkynningu frá Bandaríkjaher segir að áhöfn Firebolt hafi varað áhafnir írönsku skipanna margoft við, bæði í gegnum talstöð og með öðrum hætti, en áhafnirnar hafi haldið siglingum sínum nærri bandarísku skipunum áfram. Af þeim sökum hafi aðvörunarskotum verið skotið og hafi írönsku bátunum þá verið siglt á brott.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Julian McMahon látinn

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Varaforseti Taívan segist ekki láta Kínverja hræða sig þrátt fyrir að þeir hafi ætlað að láta hana lenda í bílslysi

Varaforseti Taívan segist ekki láta Kínverja hræða sig þrátt fyrir að þeir hafi ætlað að láta hana lenda í bílslysi
Pressan
Fyrir 2 dögum

Grípa til harðra aðgerða gegn skemmtiferðaskipum

Grípa til harðra aðgerða gegn skemmtiferðaskipum
Pressan
Fyrir 3 dögum

Sýknaður af ákæru um njósnir rúmri hálfri öld eftir að hann var tekinn af lífi

Sýknaður af ákæru um njósnir rúmri hálfri öld eftir að hann var tekinn af lífi
Pressan
Fyrir 3 dögum

Svona tryggir þú að taskan þín komi alltaf fyrst á farangursfæribandið

Svona tryggir þú að taskan þín komi alltaf fyrst á farangursfæribandið
Pressan
Fyrir 5 dögum

„Pabbi minn gerði þetta og hann gerði það viljandi,“ var það seinasta sem 12 ára drengurinn sagði áður en hann lést

„Pabbi minn gerði þetta og hann gerði það viljandi,“ var það seinasta sem 12 ára drengurinn sagði áður en hann lést
Pressan
Fyrir 5 dögum

Borðaðu spergilkál og hreinsaðu heilann

Borðaðu spergilkál og hreinsaðu heilann